Eftir atburði síðustu daga er frekar erfitt að átta sig á því að það er alvöru fótboltaleikur á morgun. En það er svona, lífið er ekki eintómt slúður og leikmannakaup.
Það er samt lítill vafi á hvað er frétt fréttanna á morgun: Ef allt fer eins og fara á, fyrsti leikur Juan Manuel Mata García fyrir Manchester United. Mata var formlega og endanlega kynntur til sögunnar í dag á blaðamannafundi með Moyes. Fundurinn var nokkuð staðlaður ‘nýr leikmaður kynntur’ fundur en Mata kom gríðarvel fyrir, er fullfær í enskunni og hann hlakkar til að takast á við verkefnið