Liðið gegn Cardiff var svona, nær eins og ég spáði í gær.:
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Cleverley Fellaini Januzaj
Rooney
Chicharito
Varamenn: Anderson, Giggs, Nani, Young, Welbeck, Büttner, Lindegaard
Leikurinn var átta mínútna gamall þegar Rooney fékk gult eftir átta mínútur fyrir pirringsbrot úti á kanti, sparkaði í mótherja sem hafði unnið af honum boltann og hefði að mínu mati átt að vera rautt. Mjög lélegt hjá Rooney en eins gott að hann var inn á því hann skoraði fyrsta markið. Valencia komst inn í sendingu, gaf inn á Hernandez sem framlengdi snyrtilega. Rooney þurfti að taka hringsnúning til að hrista af sér varnarmann og skotið fór síðan af varnarmanni og inn. Cardiff hafði byrjað aðeins betur en eftir brotið hjá Rooney tók United öll völd þangað til markið kom.