Úfff, þetta voru svo sannarlega svekkjandi úrslit svo ekki sé meira sagt. Tottenham sækir annan sigur sinn í röð á Old Trafford, eitthvað sem hefur ekki gerst síðan 1989. Förum aðeins yfir þetta, byrjum á liðinu:
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Welbeck
Varamenn: Lindegaard, Büttner, Ferdinand, Fletcher, Kagawa, Young, Hernandez.
Leikurinn byrjaði af miklum krafti af hálfu United, liðið spilaði að manni fannst 4-4-1-1, mjög hátt á vellinum, voru grimmir í pressunni og héldu boltanum vel. Welbeck var sprækur frammi og miðjan öll að gera bara fína hluti. Valencia var sérstaklega sprækur, með Rose gjörsamlega í vasanum og krossaði boltanum trekk í trekk, eitthvað sem hefur varla sést í allan vetur. Þrátt fyrir alla þessa krossa þá náði United ekki að skapa sér nein hættuleg færi, maður var alltaf að bíða eftir því að boltinn rataði á einhvern United mann sem myndi hamra honum í netið, en í staðinn fóru allir boltar í lappirnar á varnarmönnum Tottenham. Þetta tíst segir í raun allt sem segja þarf: