United tók á móti Brighton á Old Trafford í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United er í talsverðum meiðslavandræðum; Varane, Shaw, Mount, Mainoo, Malacia og Amrabat allir á meiðslalista, þá eru Sancho og Antony í öðruvísi vandræðum utan vallar. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar frá tapinu gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé. Þeir Rasmus Hojlund, Sergio Reguilon og Scott McTominay komu allir inn í byrjunarliðið.
Enska úrvalsdeildin
United fær Brighton í heimsókn
Manchester United tekur á móti Brighton & Hove Albion á morgun, laugardaginn 15. september, klukkan 14:00. Loksins loksins er landsleikjahléið búið og enska deildin hefst aftur um helgina. Það var fúlt fyrir United stuðningsmenn að fara með frústrerandi tap gegn Arsenal á bakinu inn í landsleikjahlé. Það var þó kannski allt í lagi fyrir United að fá tæplega tveggja vikna pásu þar sem liðið endaði með Maguire og Evans í miðvörðum gegn Arsenal. Meiðsli hafa plagað rauðu djöflana í upphafi tímabils: Varane, Mount, Shaw, Mainoo og Malacia eru allir meiddir og einhver óvissa ríkir um nýjasta lánsmann United, Sofyan Amrabat. Lisandro Martinez og Victor Lindelöf ættu þó báðir að vera tilbúnir sem er mjög ánægjulegt.
Arsenal 3:1 Manchester United
Leikurinn
Leikurinn fór af stað eins og maður var að búast við. Arsenal töluvert betri framan að og pressuðu mjög hátt. Mér fannst þá United gera merkilega vel í að spila sig úr pressunni enda loksins kominn markvörður sem kann að spila fótbolta. Það sást samt greinilega að liðið saknaði Varane. Vandamálið var að United endaði alltaf á að reyna langa bolta upp völlinn sem skiluðu litlu sem engu.
Arsenal : Manchester United
Byrjunarliðin
Djöflar gegn Skyttum
Manchester United mætir í heimsókn á Emirates völlinn í Lundúnum á morgun (sunnudag) og mætir það liði Arsenal klukkan 15:30. Lærisveinar Erik ten Hag munu leitast þar við að landa fyrsta útisigri United á tímabilinu. Heimasigrar gegn Wolves og Nottingham Forest og tap gegn Tottenham þar á milli er uppskera United eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Það er aðeins ein umferð í úrvalsdeildinni áður en okkur úrvalsdeildarunnendum er kippt niður á jörðina með einu stykki landsleikjahléi. Já aðeins ein umferð áður en þessar tæpu tvær landsleikjavikur stöðva skemmtilegustu deild í heimi og bjóða okkur frekar upp á Svartfjallaland – Búlgaría. Það er heldur betur ærið verkefni sem bíður United í seinasta leik fyrir landsleikjahlé en Arsenal eru farnir að gera sig heldur betur gildandi á nýjan leik. Skytturnar frá norður-London voru stóryrtir eftir gott gengi á síðustu leiktíð (tjah fyrir utan kannski apríl og maí) og ætla sér heldur betur að pakka þessari deild saman, a.m.k. láta stuðningsmenn liðsins þannig á samfélagsmiðlum.