Þennan leik var búið að byggja rosalega upp. Fyrsti heimaleikurinn hjá Moyes og jafnframt fyrsti virkilega stóri leikurinn, reyndar er næsti leikur gegn Liverpool alltaf stærri en það er önnur saga. Margir hafa verið spá okkar liði 3.sæti og kannski neðar á meðan flestir eru á því að Chelsea vinni titilinn þar sem Mourinho er kominn aftur.
Frammistaða Chelsea hingað til í deildinni er ekki sannfærandi þó svo að þeir séu með 7 stig úr 3 leikjum. Voru stálheppnir í síðasta leik að missa ekki Ivanovic útaf og fá dæmt á sig víti og Villa menn voru skiljanlega fúlir eftir þann leik.