Þetta var svakalegur kveðjuleikur sem Sir Alex Ferguson og Paul Scholes fengu í dag á The Hawthorns. Það gerist ekki oft að maður sér United skora fimm mörk án þess að sigra fótboltaleik, hvað þá að fá á sig fimm mörk í einum og sama leiknum. Það var hinsvegar raunin í dag. United og West Bromwich gerðu jafntefli í tíu marka leik. TÍU! Það hefði nú óneitanlega verið mun skemmtilegra að sjá liðið kveðja Ferguson með flottum sigri en svona er þetta. Titilinn er kominn í hús og menn greinilega farnir í sumarfrí.
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarliðið gegn West Brom
Svona leit fyrsta byrjunarlið Ferguson hjá Manchester United út:
Turner
Duxbury Moran McGrath Albiston
Hogg Blackmore Moses Barnes
Davenport Stapleton
Og svona verður það síðasta:
Lindegaard
Valencia Jones Evans Buttner
Anderson Cleverley Carrick Kagawa
van Persie Chicharito
Bekkur: De Gea, Evra, Ferdinand, Giggs, Vidic, Scholes, Januzaj
Enginn Rooney í dag og ástæðan á víst að vera:
United heimsækir West Bromwich Albion
Þá er komið að því, síðasti leikur tímabilsins er runninn upp og sumarfríið blasir við. Það klikkar ekki að á hverju ári þegar að þessum tímapunkti kemur verður maður leiður yfir fótboltaleysi sumarsins. Svo þegar fólk segir manni að slaka á og að það hljóti nú að vera hægt að bíða rólegur í þrjá mánuði, hugsa ég til spaka mannsins þegar sagt var við hann: „Við erum með dóttir þína. Hún er örugg en hvort henni verði haldið þannig ræðst af þér. Þú ætlar að vera samvinnuþýður og fá hana til baka, rétt?“ og hann svaraði svo snilldarlega: „Rangt!“.
Manchester United 2:1 Swansea
Dagurinn í dag snérist að minnstu leyti um leikinn gegn Swansea.
Í dag fögnuðum við 20. Englandsmeistaratitli Manchester United, kvöddum næst-sigursælasta leikmann enskrar knattspyrnusögu og kvöddum mesta og besta knattspyrnustjóra allra tíma.
Fyrir leikinn hafði rauður ‘Champions’ fáni verið settur við hvert sæti, og af því United er klassaklúbbur fengu stuðningsmenn Swansea hvíta ‘Carling Cup Winners’ fána. Fánaborgin sem myndaðist var gersamlega ógleymanleg. Stemmingin var stórfengleg og ef einhver var með þurra hvarma þegar Sir Alex Ferguson gekk inn á völlinn er ég hissa.
Sir Alex Ferguson kveður Old Trafford á morgun
Bjóstu við venjulegri upphitun? Nei. Auðvitað ekki.
Fyrsta mál á dagskrá: Búið að birta lagalistann sem spilaður verður á Old Trafford fyrir leik og í hléi á morgun.
Ýttu á play og svo getum við haldið áfram
Hvílíkur lúxus! Tveir leikir eftir af tímabilinu, við vitum hvað er í vændum og fáum að kveðja… tja? kónginn? Ég ólst upp við að það hefði bara verið einn kóngur á Old Trafford og hann hét Denis Law. Svo kom Eric Cantona og um tíma var hann kóngurinn, áður en við áttuðum okkur á að hann var eitthvað meira og varð ‘Le Dieu’.