Ég vona að þið fyrirgefið mér góðir lesendur það að þessi skýrsla verður í styttri kantinum. Ég man varla eftir leiðinlegri United leik en við fengum í dag. Það virðist henta þessu liði rosalega illa að hafa ekkert að keppa að. Þessi leikur var eiginlega þannig að það gerðist ekkert fyrr en á síðustu mínútunum. Chelsea skora eftir skot frá Juan Mata sem fer í Jones og stöngina inn, veit ekki hvort Chelsea þurfi Mourinho eða Falcao þegar own goal og Howard Webb eru þegar komnir. Ég ætla ekki að kenna dómaranum um úrslitin, læt stuðningsmenn litlu liðanna fyrir neðan okkur um það, en mér fannst Howard Webb leggja sig aðeins of mikið fram um að sanna að hann sé ekki hliðhollur Man Utd. Mikið er ég feginn að þessi leikur skipti ekki sköpum í titilbaráttunni.
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarliðið gegn Chelsea
Lindegaard
Rafael Evans Vidic Evra
Jones Anderson
Valencia Cleverley Giggs
van Persie
Bekkur: De Gea, Ferdinand, Buttner, Kagawa, Scholes, Rooney, Hernandez
[divider]
Chelsea:
Cech
Azpilicueta Ivanovic Luiz Cole
Ramires Lampard(F)
Oscar Mata Moses
Ba
Bekkur: Turnbull, Ferreira, Cahill, Terry, Ake, Benayoun, Torres
Chelsea kemur í heimsókn
Þá er komið að síðasta stórleik tímabilsins. Það er með ólíkindum að vorleikir gegn Arsenal og Chelsea skipti ekki nokkru máli fyrir okkar menn. Eina spennan sem var fyrir leikinn gegn Arsenal var hvort United myndi slá stigamet Chelsea frá 2006, en þar sem leikurinn fór 1-1 (við reyndar rústuðum þeim í gulum spjöldum) þá var það úti. Robin van Persie var valinn leikmaður mánaðarins fyrir frammistöðurnar undir lok mánaðarins. Danny Welbeck er frá vegna meiðsla en Vidic og Scholes eru farnir að æfa aftur og ekki er ólíklegt að sá síðarnefndi verði á bekknum.
Arsenal 1:1 Manchester United
Mig langar mikið að skrifa þessa leikskýrslu en ég er einfaldlega skíthræddur að fá gult spjald frá herra Phil Dowd.
Eftir níutíu og fjórar mínútur skildu liðin jöfn eftir mörk frá Walcott og Van Persie. Það var virkilega klaufaleg byrjun hjá okkar mönnum er Van Persie gaf feilsendingul strax á þriðju mínútu, á leikmann Arsenal, þeir bruna í sókn og endar boltinn hjá rangstæðum Walcott sem nær að skora framhjá De Gea. Þetta mark var soldið dæmigert miðað við frammistöðu United í fyrri hálfleik.
Liðið gegn Arsenal
Byrjunarliðið er komið og það lítur svona út:
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Jones
Valencia Rooney Nani
van Persie
Bekkur: Lindegaard, Büttner, Anderson, Cleverley, Giggs, Kagawa, Hernandez.
Jones á miðjunni á meðan Cleverley og Anderson sitja á bekknum. Þetta er orðið virkilega furðulegt. En þetta er fínt lið og ætti að vera góð skemmtun.
Ekki góðar fréttir af Welbeck og Vidic ef marka má tístið hér fyrir neðan. Vonandi að þetta sé ekki alvarlegt.