Eitt sinn sagði góður vinur minn, „Ég er ekki hrifinn af pólítík, ég vil einungis komast lífs af“. Sú setning kemur þessari upphitun ekki nokkurn skapaðan hlut við, fyrir utan það að ég vona að hún lífgi aðeins upp á lífið og tilveruna hjá lesendum Rauðu Djöflanna á þessum kosningadegi. Er ég sit hér fyrir framan tölvuna klukkan hálf tvö að nóttu til og skrifa þessa upphitun, þá átta ég mig á því að vinur minn sagði ansi margt sem á mjög vel við þennan stórleik sem við fáum að upplifa á morgun. Ég ætla því að nýta tækifærið og samtvinna þessa upphitun við marga gullmola sem hann hefur látið frá sér í gegnum tíðina. Til að forðast óþægilegar samræður í framtíðinni verður þessi vinur minn kallaður Benjamín eða hinn spaki maður í þessari grein. Kæru lesendur, It’s Showtime!
Enska úrvalsdeildin
Manchester United Englandsmeistarar 2013
Í kvöld tryggði Manchester United sér Englandsmeistaratitilinn í tuttugasta sinn!!
Leikurinn í kvöld kláraðist í raun á fyrsta hálftímanum þegar United tryggði sér sigur með geysifínum leik, tveim góðum mörkum og einu stórfenglegu.
Það voru ekki þrjár mínútur liðnar þegar Robin van Persie var búinn að skora eitt mark og skjóta yfir af sex metra færi. Markið kom eftir eina og hálfa minútu, Sókn upp hægra megin, Valencia náði ekki að koma boltanum á hægri, gaf frekar til baka á Rafael sem gaf yfir á fjær, þar sendi Giggs viðstöðulaust fyrir og Van Persie setti hann alveg óvaldaður. Mínútu síðar kom sókn United og Van Persie setti góða fyrirgjöf Valencia yfir.
Tryggjum við titilinn í kvöld?
Liðið sem á að reyna að tryggja okkur Englandsmeistaratitilinn lítur svona út
De Gea
Rafael Jones Evans Evra
Valencia Giggs Carrick Kagawa
Rooney
Van Persie
Bekkurinn: Lindegaard, Ferdinand, Hernandez, Nani, Welbeck, Cleverley, Büttner
Giggs treyst inná miðjunni enn einu sinni, vonum að hann sýni það sem hann getur þar. Rooney með þannig við getum róað aðeins seljaselja raddirnar.
Aston Villa á morgun
Spennan er farinn að aukast. Enn eru sex stig í það að Manchester United tryggi sér Englandsmeistaratitilinn og á morgun kemur Aston Villa í heimsókn á Old Trafford og United ef allt væri með felldu ætti United að ná þar helmingnum af þeim stigum sem þarf.
En okkar menn hafa ekki beinlínis verið sannfærandi upp á síðkastið. Það er engin ástæða til að örvænta um niðurstöðuna í lok tímabilsins, en það er ekki hægt að segja að United sé að storma í átt að titlinum. Það er afskaplega þreytt að draga það upp að lliðið hefur ekki verið samt við sig frá Real Madrid leiknum, en sú er engu að síður raunin. Það er hægt að grafa upp nokkrar ástæður fyrir því. Robin van Persie hefur dregið verulega úr markaskorun, Rooney hefur ekki verið svipur hjá sjón síðustu vikur og miðjan okkar er síður en svo stabíl og auðveljanleg. Hver svo sem ástæðan er þá hafa varla valist tveir ‘venjulegir’ miðjumenn saman í miðjunni nýlega. Giggs spilaði þar á móti City, Rooney á móti Stoke og Jones á móti West Ham. Cleverley og Anderson hafa ekki sést í síðan móti Chelsea í bikarnum (Cleverly) og Sunderland (Anderson) um síðustu mánaðamót. Kantvandræðin halda áfram, Nani hefur verið meiddur allt tímabilið meira eða minna og ekkert náð sér á strik og núna er Young meiddur út tímabilið. Semsagt, allt við það sama þar fyrir leikinn á morgun.
West Ham 2:2 Manchester United
Jæja, þetta var ansi dapurt. Ferguson stillti upp þessu liði í kvöld:
De Gea
Rafael Rio Vidic Evra
Valencia Carrick Jones Kagawa
van Persie Rooney
Bekkur: Amos, Evans, Giggs, Cleverley, Nani, Welbeck og Hernandez
Það er óhætt að segja að þetta byrjunarlið hafi engan vegin staðið sig í dag. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn á hælunum og komst liðið aldrei í takt við leikinn. Það er eitthvað mikið að þegar lið eins og West Ham, þar sem leikstíll liðsins gengur beinlínis út á að forðast það að stjórna leiknum, hefur tögl og haldir nánast allan leikinn. United-liðið var á afturfótunum frá byrjunum og var stálheppið að fá ekki á sig mark á fyrstu mínútum leiksins þegar Andy Carroll komst í gott færi. Skömmu síðar komust West Ham menn þó yfir. Matt Jarvis komst inn í teig og plataði Rio Ferdinand upp úr skónum með afskaplega einfaldri gabbhreyfingu, kom boltanum fyrir og einhvernveginn tókst Vaz Te að hnoða boltanum inn. 1-0 fyrir West Ham.