Það er ekkert sem United-stuðningsmenn hata meira en að tapa gegn Liverpool. Til þess að nudda salti í sárin fleytti þetta tap Liverpool á toppinn fyrir landsleikjahlé sem mun virka eins og vítamínsprauta á sjálfstraust þeirra. Ég var verulega pirraður eftir leikinn og ákvað því að bíða með þessa leikskýrslu til þess að koma í veg fyrir að ég myndi skrifa einhverja knee-jerk færslu.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool á morgun
Í fyrramálið stígur United liðið upp í rútu og ekur stuttan spöl upp M62 hraðbrautina og heimsækir bæli óvinarins kl 12.30 að íslenskum tíma.
Stærsti útileikur vetrarins, a.m.k. fyrir okkur hér uppi á Íslandi, og ennþá fyrir marga á Englandi er á dagskrá áður en tímabilið er varla hafið. Þrefið og slefið yfir leikmannamálum hefur fengið alla athygli manna síðustu daga og varla að ég hafi tekið eftir því að þessi leikur væri að koma. En nú þarf að einbeita sér að því sem skiptir máli, Fellaini, Baines, de Rossi, Herrera og Ronaldo verða af athyglinni í dag.
Manchester United 0:0 Chelsea
Þennan leik var búið að byggja rosalega upp. Fyrsti heimaleikurinn hjá Moyes og jafnframt fyrsti virkilega stóri leikurinn, reyndar er næsti leikur gegn Liverpool alltaf stærri en það er önnur saga. Margir hafa verið spá okkar liði 3.sæti og kannski neðar á meðan flestir eru á því að Chelsea vinni titilinn þar sem Mourinho er kominn aftur.
Frammistaða Chelsea hingað til í deildinni er ekki sannfærandi þó svo að þeir séu með 7 stig úr 3 leikjum. Voru stálheppnir í síðasta leik að missa ekki Ivanovic útaf og fá dæmt á sig víti og Villa menn voru skiljanlega fúlir eftir þann leik.
Fyrsti heimaleikur tímabilsins, Mourinho og félagar koma í heimsókn
Þá er komið fyrsta stóra leik tímabilsins og jafnframt fyrsta heimaleik. José Mourinho og dátar hans í Chelsea koma í heimsókn. Margir hafa spáð Chelsea titlinum í vor einfaldlega vegna þess að Mourinho sé kominn aftur. Liðið hefur ekki styrkt sig mikið nema að menn telji að Andrea Schürrle hafi verið týnda púslið sem þá vantaði í fyrra. Síðasta tímabil Mourinho á Englandi tapaði liðið titlinum til okkar manna, hann hætti svo næsta haust. Chelsea tilkynnti í dag um kaup á Willian sem ætlaði til Liverpool, svo til Spurs en endaði svo hjá Chelsea, ég tel það einstaklega ólíklegt að hann muni koma við sögu annað kvöld. Chelsea hafa ekki byrjað tímabilið sannfærandi þó svo að þeir hafi 6 stig, þeir kaffærðu ekki nýliða Hull og voru stálheppnir gegn Aston Villa þar sem dómgæslan hjálpaði talsvert.
Swansea 1:4 Manchester United
United stillti svona upp í hellirigningu á Liberty Stadium:
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Rooney, Smalling, Fabio, Kagawa, Zaha
Ferdinand og Valencia komu inn í liðið frá Góðgerðaskildinum.
Lið Swansea: Vorm; Rangel, Chico, Williams, Davies; Britton, Cañas; Dyer, Shelvey, Routledge; Michu.
Swansea byrjaði þennan leik af krafti og pressaði vel. Það var þó af öllum mönnum Phil Jones sem fékk fyrsta upplagða færið, Vorm sýndi að hann er fínn markvörður og varði í horn. Pressa Swansea skilaði þo ekki færum, þó United væri farið að draga liðið ansi aftarlega og í hraðaupphlaupum var United að skapa frekar. Van Persie skallaði fyrirgjöf Evra beint á Vorm og Giggs náði ekki að gefa á Welbeck þegar þeir voru komnir í gegn. Eftir kortér hafði Swansea verið með boltann um 2/3 hluta leiksins, en þá fór United að halda boltanum betur og byggja upp spil, Welbeck skaut á Vorm og Giggs skaut framhjá þegar boltinn barst til hans. En beint uppúr því fékk Swansea sitt beta færi, Ferdinand rann á vellinum og hleypti Routledge í skotstöðu. De Gea varði og Dyer fékk boltann en var réttilega dæmdur rangstæður.