Á morgun verður flautað til leiks á Liberty Stadium í Swansea og Robin van Persie og Danny Welbeck renna boltanum á milli sín og hefja nýjan kafla í sögu Manchester United. David Moyes er tekinn við.
Í morgun birtum við spekúlasjónir bloggskríbenta Rauðu djöflanna um tímabilið sem koma skal (fimmti pistillinn hefur bæst við frá í morgun), en nú er komið að því að einbeita sér að einum leik í einu. Það er ekki eins og undirbúningstímabilið hafi gefið miklar vísbendingar um hvað David Moyes telur sitt besta lið en svona er mín spá fyrir morgundaginn