Jæja, þetta var ömurlegt. City nær að eyðileggja hamingjudaginn fyrir okkur og sigrar United með tveimur mörkum gegn einu. James Milner (’51) og Sergio Aguero (’79) með mörkin fyrir City á meðan Kompany skoraði sjálfmark eftir skalla frá Phil Jones (’59).
Það leiðinlegasta sem ég les er þegar reynt er að kenna hinum og þessum leikmanni þegar United upplifir tapleiki og neita ég að detta í þann gír. En það er ekki hægt að neita því að maður er afskaplega svekktur með bæði mörkin sem United fengu á sig í kvöld. Fyrra markið kom eftir mislukkaða hælsendingu hjá Giggs, Barry nær boltanum og brunar fram í sókn og endar boltinn hjá Milner sem nær góðu skoti og endar boltinn í netinu. Svo er það seinna markið þegar Yaya Toure gefur boltann á Aguero sem fær frelsi til að hlaupa framhjá allri vörninni og skora þetta óþolandi flotta mark fyrir City og tryggja þeim þrjú stigin. Sérsaklega súrt þar sem liðið var búið að halda hreinu í yfir 600 mínútur. Virðist vera smá trend á þessu tímabili að fá á okkur svona mörk þar sem leikmenn hlaupa í gegnum vörnina: Bale, Vertonghen og núna Aguero.