Á morgun fara Rauðu djöflarnir á Stadium of Light og mæta þar heimamönnum í Sunderland. Undanfarin ár hafa margir fyrrverandi leikmenn farið til Sunderland, Roy Keane byrjaði knattspyrnustjóraferil sinn þar og kom þeim upp í Úrvalsdeildina, þá var Dwight Yorke á síðustu metrunum sem leikmaður. Síðan þá hafa Kieran Richardson, Philip Bardsley að ógleymdum Wes Brown og John O’Shea. Louis Saha lék með þeim í haust en var leystur undan samningi í janúar.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:0 Reading
Frá-há-há-bær dagur í dag! United sigrar Reading með einu marki gegn engu. Rooney með sigurmarkið á 21. mínútu og Rio Ferdinand (af öllum mönnum) með stoðsendinguna.
Þessi leikskýrsla í dag verður í styttri kantinum af tveimur ástæðum.
1. Ég var búinn að lofa konunni eitt kvöld án þess að glápa á tölvuskjá. 2. Þetta var svo svakalega dapur leikur í dag að það er bara ekki mikið til að skrifa um. Þessari skýrslu verður því skipt í tvennt. Fyrri hlutinn verður á neikvæðu nótunum þar sem ég tek fyrir það slæma en svo kem ég ykkur í góða skapið með því að benda ykkur á það jákvæða eftir leik dagsins.
Byrjunarliðið gegn Reading
Tækifæri til að ná 15 (fimmtán) stiga forystu, og mennirnir sem axla þá ábyrgð eru:
De Gea
Smalling Ferdinand Vidic Büttner
Welbeck Giggs Anderson Young
Rooney
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Evans, Valencia, Hernandez, Carrick, Powell, Kagawa
Jahá. Evra, Rafael og Cleverley hvíla og Carrick er á bekknum.
En þetta er allt í lagi, Rooney og Robin klára þetta! Og Nick Powell!
Reading á Old Trafford
Við erum komin vel á veg með seinni hluta tímabilsins. Það eru tíu deildarleikir eftir, þrjátíu stig í boði og stjóralausa liðið Reading að koma í heimsókn á Old Trafford. Þetta verður síðasti leikurinn fyrir landsleikjafrí og spilar United ekki næst fyrr en þrítugasta mars, gegn Sunderland á útivelli.
Reading rak stjórann sinn, Brian McDermott, á dögunum og leitar að eftirmanni hans sem þýðir að Eamonn Dolan mun sjá um stjórn liðsins á morgun. Reading deilir neðsta sæti deildarinnar með QPR, bæði lið með tuttugu og þrjú stig og markahlutfallið -21. Reading hafa nú tapað 5 leikjum í röð í öllum keppnum (deildin + FA bikarinn) en síðustu 6 deildarleikir Reading hafa endað með einu jafntefli, einum sigri og svo fjóra tapleiki í röð. Svo til að bæta gráu ofan á svart fyrir Reading, þá hafa síðustu sex útileikir liðsins endað með 5 töpum og einum sigri. En þrátt fyrir slæma frammistöðu í síðustu fimm leikjum þá var Reading búið að vinna 6 af síðustu átta leikjum í öllum keppnum fyrir það. Varla þarf ég að minna ykkur á leik liðanna á Madejski Stadium 1. desember, sem endaði 4-3 fyrir United þar sem öll mörkin voru skoruð á fyrstu 35 mínútunum? Reading eru semsagt sýnd veiði en alls ekki gefin!
Manchester United 4:0 Norwich
Þrjú stig komin í hús og alls ekki leiðinlegt að krækja í þau með glæsisigri. United sigrar Norwich með fjórum mörkum gegn engu. Kagawa með þrennu og Rooney með bombu á 90. mínútu.
Þar sem þetta er nú aðeins leikskýrsla númer tvö hjá mér, þá ætla ég að taka það aftur fram að í mínum leikskýrslum nenni ég ekki að fara yfir hvert einasta atriði sem gerðist í leiknum. Ég tek frekar saman það helsta sem mér þótti eftirtektarvert, sem við getum svo rætt áfram í athugasemdunum fyrir neðan.