Tæpt var það, Teitur. Manchester United marði heimasigur gegn Nottingham Forest 3-2 í leik sem vissulega þandi taugarnar óþægilega mikið. Veðrið hafði sitt að segja en himnarnir hreinlega opnuðust í miðjum leiknum og úrkoman í Manchesterborg hefur verið mæld í tommum en ekki millimetrum. Það gerði leikmönnum erfitt um vik og boltinn var augljóslega þungur og óútreiknanlegur.
Enska úrvalsdeildin
Rauðu djöflarnir taka á móti Forest
Þessi viðureign gegn Nottingham Forest á laugardaginn getur ekki komið nógu fljótt fyrir suma á meðan einhverjir myndu helst vilja taka heilt undirbúningstímabil fyrir leikinn. United er með þrjú stig eftir tvo leiki, ósanngjarn heimasigur gegn Úlfunum og grautfúlt útitap gegn Tottenham en þetta upphaf leiktíðarinnar skilur vafalaust eftir ákveðið óbragð í munninum hjá stuðningsmönnum Rauðu djöflanna og minnir óneitanlega að sumu leyti á upphaf síðustu leiktíðar.
Tottenham 2 – 0 United
Erik Ten Hag gerði engar breytingar á United liðinu sem marði Úlfanna í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir frekar slappa frammistöðu var kannski ekki búist við miklum hræringum á byrjunarliðinu en flestir höfðu kannski búist við að Sancho kæmi inn í byrjunarliðið á kostnað Garnacho. Postecoglou nýi stjóri Tottenham gerði tvær breytingar frá jafnteflinu við Brentford en Pape Sarr kom inn fyrir Oliver Skipp og Pedro Porro byrjaði í stað Emerson Royal.
United heimsækir Hotspur
Manchester United heimsækir Tottenham Hotspur á morgun laugardaginn 20. ágúst klukkan 16:30. United vann fyrsta leik tímabilsins síðasta mánudag gegn Wolves. Það var þó ekki alveg byrjunin á leiktíðinni sem stuðningsmenn höfðu verið vonast eftir. Wolves liðið var talsvert betra í leiknum og United slapp í raun með skrekkinn og rúmlega það. Eins og eftir flesta slaka United leiki keppast stuðningsmenn annarra liða að greina liðið á misgáfulega máta, margir virðast t.a.m. vera búnir að afskrifa Casemiro og Mount. Undirritaður telur þó að aðal ástæða fyrir lélegri frammistöðu United í síðasta leik hafi hreinlega verið skortur á leikformi og mögulega dass af yfirlæti. Flestar sendingar rötuðu ekki rétta leið og ef þær gerðu það að þá var fyrsta snertingin léleg og löðurmannleg. Eiginlega allir leikmenn United voru lélegir Andre Onana getur þó gengið teinréttur frá þessum leik, það er góð tilbreyting að hafa markmann sem grýtir sé út í teig og grípur fyrirgjafir.
Manchester United 1:0 Wolverhampton Wanderers
Byrjunarliðið nú í upphafi tímabils velur sig því sem næst sjálft
Varamenn: Henderson, Dalot, Lindelöf (46.), Maguire, Erikssen (67.), McTominay (88.), Pellistri (77.), Martial, Sancho (67.)
Það kann að vera að bekkurinn sé ekki nógusterkur en ef við fáum miðvörð og miðjumann og svo Kobbie Mainoo og Höjlund verður þetta strax betra
Wolves leit svona út
Fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum gekki boltinn fram og til baka en hvorugt lið náði að skapa alvöru færi, Wolves voru svo sem alveg jafn nálægt því og United, reyndu alveg að sækja. Af kantmönnunum sást meira til Antony en hann átti erfitt með að koma með góðar sendingar, hlaup hans enduðu alla jafna á því að hann sendi bolta sem endaði í vörn Úlfanna. Fyrsta skotið að ráði var meira að segja andstæðinganna, Sarabia komst í alveg þokkalega stöðu, skotið fór aðeins í Varane og rétt framhjá fjær stöng. Smá fjör í teignum eftir hornið en ekkert hættulegt. Enn og aftur var það Wolves sem ógnaði, stungusending, Cunha stakk Martines af og skaut, aftur fór skot Wolves rétt framhjá fjær stöng. United langt frá því að vera sannfærandi.