Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Þann 29. september síðastliðinn tapaði Manchester United 3-2 fyrir Tottenham og var það í fyrsta skipti síðan 1989 sem Tottenham sótti sigur á Old Trafford. Leikurinn var mjög pirrandi á að horfa því hann tapaðist á fyrstu 30 mínútunum, sem voru líklega þær verstu sem United hefur spilað á tímabilinu. Eftir það átti United frekar góðan leik en náði ekki að kreista fram stig úr þeirri frammistöðu. Ég er núna búinn að bíða eftir því að mitt lið hefni fyrir þetta ömurlega tap á heimavelli í haust og er ég sannfærður um að það verði gert á morgun (sunnudag) klukkan 16:00, á White Hart Lane í Lundúnum. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 14 ummæli
Loksins! Loksins! Fyrsta skipti sem við vinnum Liverpool heima og heiman í deild í fimm ár!
Liðið var aðeins öðruvísu upp raðað en ég bjóst við í uppstillingarpóstinum:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Cleverley Carrick Kagawa
welbeck Van Persie
Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið spennandi fyrsta kortérið. Bæði lið voru með boltann, United þó meira, og reyndu að loka spili andstæðingsins og tókst að verulegu leyti þangað til á 19. mínútu að snyrtilegt spil endaði hjá Evra sem smellti inn fyrirgjöfinni. Agger hafði hleypt Van Persie hálfan metra frá sér og það var nóg til að Van Persie átti auðvelt með að ná öflugu innanfótarskoti fram hjá Reina. Ekta Van Persie. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Liðið er svona
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Welbeck Kagawa Young
Van Persie
Varamenn: Amos, Jones, Valencia, Anderson, Giggs, Smalling, Hernandez
Evans er meiddur. Welbeck er Manchester maður og kemur með hjartað í þetta. Líst vel á það. Enginn Rooney á bekknum þannig að ekki var Fergie að fara með fleipur þar.
Lið Liverpool: Reina, Wisdom, Johnson, Agger, Skrtel, Lucas, Gerrard, Allen, Downing, Sterling, Suarez Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Einn af stórleikjum ársins er á morgun þegar Liverpool kemur í heimsókn.
Eins og alltaf í aðdraganda þessara leikja hefur undanfarna daga mikið púður farið í að tala um liðin, og alltaf snýst umræðan um hvort Liverpool sé nú ekki örugglega stórlið, og jafnvel stærra en United. BBC birti töflu þar sem bikarafjöldi Liverpool telst þrem fleiri en United, telur reyndar þá ekki með keppnir eins og Góðgerðaskjöldinn, Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða, en, hey, leyfum þeim það. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!