Á fyrsta degi nýs árs skruppu United yfir í næsta bæ og sóttu þrjú auðveld stig
Fyrsti hálftíminn var frekar slakur. Wigan gekk vel að stöðva leik United með fjölmenni í vörn og á miðj. Það var helst að fyrirgjafir United væru að skapa smá hættu upp við mark Wigan þegar leið á og vörn Wigan var ekki alltof sannfærandi. Sér í lagi var Al Habsi ekki að halda skotum vel. Það endaði á því að þegar Evra kom skoti á hann úr teignum sló Al Habsi boltann beint út og þar var Javier Hernandez og skoraði auðveldlega af markteig. Það er ekki nóg með að vörnin okkar sé að skora meira en miðjan, heldur átti vörnin þetta mark alveg, Rafael vann boltann og Jonny Evans átti góða sendingu inn á Evra.