Jólavertíðin er í fullum gangi og það þýðir bara að maður getur varla andað á milli leikja. Kvörtum þó varla yfir því. Eftir háspennuna gegn Newcastle er komið að því að fá eitt af spútnik-liðum deildarinnar í heimsókn, West Bromwich Albion. Steve Clarke og lærisveinar hans hafa komið flestum á óvart í vetur og sitja spakir í 6. sæti hafandi unnið frækna sigra á Liverpool og Chelsea. Þessi góði árangur liðsins er fyrst og fremst heimavallarformi þeirra að þakka en liðið sæti í 3. sæti á eftir Manchester-liðinum ef taflan tæki aðeins mark á heimaleikjum.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 4:3 Newcastle
Uppstillingin fyrir leikinn var mörkuð af því að Rooney og Young meiddust á æfingu í gær og Danny Welbeck veiktist í nótt. Giggs og Scholes byrjuðu því saman inná,
En það var hvorugur þeirra sem gerði afdrifarík mistök strax á fjórðu mínútu heldur Michael Carrick sem missti boltann til Demba Ba. Ba skaut og De Gea varði boltann beint fyrir fætur James Perch sem skoraði örugglega. Skelfileg byrjun hjá United, enn eina ferðina enn fáum við á okkur fyrsta mark. Það má ef til vill að hluta kenna De Gea um þetta, en boltinn var erfiður á rennblautum velli.
Liðið gegn Newcastle
Liðið
De Gea
Smalling Evans Ferdinand Evra
Valencia Carrick Scholes Giggs
Hernandez Van Persie
Newcastle á annan í jólum
Það voru hvort eð er allir of uppteknir í dag til lesa þessa upphitun var það ekki?
Sú var tíð að jóladagur var fótboltadagur í Bretlandi en síðan eru 55 ár. Nú er það annar í jólum sem gegnir þessu hlutverki. Enn ein ástæðan fyrir þvi að jólin eru betri þegar þau eru í miðri viku!
Eftir fyrsta jafntefli leiktíðarinnar um helgina, sem lítil þörf er á að rifja upp, er komið að því að taka á móti Newcastle United. Newcastle hefur gengið illa í vetur eftir að hafa látið Alan Pardew stjóra sinn fá ekkert minna en átta ára samning. að er þó lítið annað en nafnið eitt, því hann mun víst aldrei fá meira en eitt ár greitt up ef honum er sagt upp.
Swansea 1:1 Man Utd
Fyrsta jafnteflið á þessu tímabili staðreynd. Eftir að hafa tekið forystuna snemma í leiknum þá leit þessu leikur rosalega vel út. Svo jöfnuðu Swansea eftir hræðilegan varnarleik okkar mann þá ná þeir að pota honum inn. Það sem eftir var af fyrri hálfleik réðu heimamenn algjörlega leiknum, spilamennskan okkar minnti á síðasta hálftímann gegn Sunderland síðustu helgi.