Leikurinn byrjaði fjörlega. United sótti frá fyrstu mínútu, Fulham lá nokkuð til baka og tók skyndisóknir, í þeirri fyrstu komst Rodallega inn fyrir en var ekki í góðu færi, gaf boltann og Evans komst fyrir. Evans þurfti síðan að taka boltann snyrtilega af Rodallega í næstu sókn, vel gert. Hinu megin pressaði United, úr einu horni varð mikið japl jaml og fuður í teignum, Schwarzer varði vel skot Evra, svo skallaði varnarmaður skot Rooney frá og loksins hélt Schwarzer skoti Evra
Enska úrvalsdeildin
Liðið gegn Fulham
Liðið er svona
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Cleverley
Nani Rooney Valencia
Van Persie
Bekkur: Fulham: Amos, Anderson, Giggs, Smalling, Hernandez, Welbeck, Kagawa.
Engin ástæða til að hvíla Cleverley, verður spennandi að sjá Jones í haffsentinum… eða ekki. Skv MUTV er Evans þar en ekki Jones.
Fulham á morgun
Lundúnaferð hjá okkar mönnum þessa helgina. Eftir streðsigur gegn Dýrlingunum á miðvikudaginn förum við á Craven Cottage og spilum gegn liðinu sem við burstuðum í bikarnum á Old Trafford um daginn. Það ætti því á pappírnum að vera auðveldur sigur á morgun, en okkur hefur samt aldrei gengið almennilega vel úti gegn Fulham.
Það eru almennt góðar fréttir af ástandinu á okkar mönnum og hópurinn nær full mannaður ef frá er skilinn Ashley Young. Jonny Evans er að verða tilbúinn og verður þá á bekknum. Rooney er búinn að biðjast undan vítaskyttuhlutverkinu og við getum þá verið aðeins minna stressuð þegar Van Persie fer á punktinn næst.
Manchester Utd 2:1 Southampton
Leikurinn fór mjög einkennilega af stað þegar Michael Carrick átti óskiljanlega sendingu aftur á de Gea sem náði ekki til boltans og Jay Rodriguez skoraði í autt markið, 0:1 eftir aðeins rúmar 2 mínútur. Á þessum tíma var spilið mjög tilviljunarkennt og illa gekk að byggja upp sóknir. Það var svo á 8.mínútu að United jafnaði leikinn, var á ferðinni Wayne Rooney sem skoraði laglegt mark. Eftir markið þá var eins og allt annað United lið væri á vellinum, flott spil og gaman var að sjá Kagawa spila vel en hann var nánast búinn að koma United yfir en skotið hans fór í stöngina. Robin van Persie tók aukaspyrnu á hægri kantinum sem rataði á kollinn á Patrice Evra sem skalli boltann fyrir á Rooney sem gat ekki annað en skorað, staðan 2-1. Þrátt fyrir tilraunir þá var ekki meira skorað, 2:1 í hálfleik.
Byrjunarliðið í kvöld
Bekkur: Lindegaard, Rafael, Ferdinand, Nani, Valencia, Cleverley, Büttner