Síðast þegar þessi tvö lið mættust á St. Mary’s skoraði Robin van Persie sína fyrstu þrennu fyrir United. Leiknum lauk 3-2 eins og svo mörgum af okkar leikjum. Leikskýrslu þessa leiks er að finna hér.
Félagsskiptaglugginn er búinn að vera á fullu þennan mánuðinn og hafa bæði liðin verið að fá til sín leikmenn. Southampton fengu hinn norska Vegard Forren frá Molde sem Liverpool var líka á eftir og United keyptu hinn efnilega og eftirsótta Wilfried Zaha frá Crystal Palace en hann mun klára tímabilið á lánssamningi hjá Palace.