Það voru hvort eð er allir of uppteknir í dag til lesa þessa upphitun var það ekki?
Sú var tíð að jóladagur var fótboltadagur í Bretlandi en síðan eru 55 ár. Nú er það annar í jólum sem gegnir þessu hlutverki. Enn ein ástæðan fyrir þvi að jólin eru betri þegar þau eru í miðri viku!
Eftir fyrsta jafntefli leiktíðarinnar um helgina, sem lítil þörf er á að rifja upp, er komið að því að taka á móti Newcastle United. Newcastle hefur gengið illa í vetur eftir að hafa látið Alan Pardew stjóra sinn fá ekkert minna en átta ára samning. að er þó lítið annað en nafnið eitt, því hann mun víst aldrei fá meira en eitt ár greitt up ef honum er sagt upp.