Jæja, byrjunarliðið var að detta í hús, það lítur út svona:
De Gea
Jones Ferdinand Smalling Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Rooney
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Hernandez, Vidic, Welbeck, Scholes, Fletcher
Þar hafið þið það, svo virðist sem Ferguson ætli að spila 4-4-2/4-4-1-1 í dag. Vidic er á bekknum, Rafael fær hvíld í dag og því verður Jones í hægri bakverðinum, Smalling tekur svo vaktina fyrir meiddan Evans. Fyrir utan þessar tvær breytingar á vörninni þá er um að ræða sama lið og byrjaði gegn City.