Enn einn háspennuleikurinn hjá Manchester United á þessu tímabili, að þessu sinni gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Villa þurfti nauðsynlega á stigum að halda því liðin fyrir neðan náðu jafnteflum fyrr í dag, fyrir utan QPR sem tapaði enn einum leikum. Villa eiga líka erfiða leiki framundan gegn Man City og Arsenal þannig að það var mikilvægt fyrir þá að koma grimmir til leiks og reyna að hirða einhver stig. Stigin voru ekki síður mikilvæg fyrir United þar sem Man City og Chelsea eiga ansi erfiða leiki fyrir höndum á morgun gegn Tottenham og Liverpool, töpuð stig þar geta sett rauðu djöflana í góða stöðu.
Enska úrvalsdeildin
Byrjunarliðið gegn Aston Villa
Liðið gegn Aston Villa hefur verið gert opinbert.
De Gea
Rafael Ferdinand Smalling Evra
Carrick Scholes
Valencia Rooney Young
Van Persie
Varamenn: Anderson, Lindegaard, Hernandez, Welbeck, Cleverley, Fletcher, Buttner
Næstum því eins og ég spáði, nema Scholes kemur inn fyrir Cleverley, sem kemur síður en svo á óvart.
ÁFRAM UNITED!
Aston Villa á Villa Park
Á morgun ætla leikmenn United að skutlast til Birmingham til að spila við Aston Villa á Villa Park. Verður þetta síðasti leikur dagsins á morgun og byrjar klukkan 17:30. United hefur farið í gegnum ansi þétta dagskrá undanfarið, dagskrá sem ég persónulega missti mest megnis af vegna fellibylsins Sandy en hún tók af mér rafmagnið í heila viku hér í New York. Ég veit því lítið um hvernig spilamennska liðsins hefur verið síðan í deildarleiknum við Chelsea. Úrslitin hafa verið þó verið góð, sigur gegn Chelsea og Arsenal. Aston Villa hefur gengið hálf brösuglega það sem af er tímabilinu, eru í 17 sæti með aðeins 9 stig. Það eru mikil vonbrigði fyrir Villa aðdáendur en þetta er lið sem ætti aldrei að fara mikið neðar en um miðja deild.
S.C. Braga 1:3 Manchester United
Fyrir leikinn var United á toppi riðilsins með 9 stig og þurfti 1 stig til að tryggja sig áfram. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 23 mínúturnar. Heimamenn fóru að sækja í sig veðrið og sýndu ágætis sóknartilburði en áttu engin dauðafæri fyrir utan skalla í stöng sem De Gea hefði þó líklega varið. United voru töluvert meira með boltann eða í kringum 60% en áttu aðeins eina marktilraun sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nani sem byrjaði leikinn sást ekkert í hálfleiknum nema þegar hann tók innköst. Markalaust í hálfleik.
Manchester United 2:1 Arsenal
Enn einu sinni hefst United sigur með einu marki, en í þetta skiptið sýnir markatalan ranga mynd af leiknum.
Leikurinn var varla byrjaður þegar veikleiki Arsenal varnarinnar gerði vart við sig. Santos fylgdi Rafael ekki vel eftir og leyfði fyrirgjöf inn á teiginn, en Vermaelen gerði mjög skemmtileg mistök og gaf því sem næst beint á Robin van Persie sem afgreiddi boltann örugglega í hornið.