Erik ten Hag stillti upp frekar sterku liði: Onana, Dalot, Maguire, Martinez, Mazraoui, Eriksen, Bruno, Ugarte, Rashford, Zirkzee og Amad.
Fyrri hálfleikur
Leikurinn fór rólega af stað en á áttundu mínútu fengu gestirnir frábært færi þegar Diogo Dalot ákvað að vera kærulaus út við hornfánann. Hann reyndi að skýla boltanum útaf en boltinn var hirtur af honum og rennt fyrir markið þar sem Sam Lammers sparkaði boltanum þvert framhjá markinu.