Loksins er sumrinu að ljúka og boltinn að byrja að rúlla. Við höfum verið þöglir í sumar og því ekki farið yfir það eina sem gerist á sumrin – leikmannamálin. Þetta hefur verið frekar einfalt allt í sumar. Kaupin voru gerð tiltölulega hávaðalaust og þó kannske sumum finnist að United hafi ofborgað eins og venjulega, þá er það líklega bara tja, eins og venjulega. United skattur. Áfram er haldið að hreinsa út, og eins og venjulega fæst ekki nógu mikið fyrir þá sem fara enda fæstir dáðadrengir.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:1 Fulham
Eftir þetta fyrsta tímabil United undir stjórn Erik ten Hag er ljóst að liðið endar í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Síðasti andstæðingurinn í deildinni var þrælfínt lið Fulham. Liðin hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, tvisvar í deild og tvisvar í FA bikarnum.
Leikurinn sem slíkur var alveg ágætur en bar þess merki að vera lokaleikur tímabils hjá liðum sem í rauninni höfðu ekki að miklu að keppa. Bæði lið stilltu upp frekar sterkum liðum en okkar menn hvíldu nokkra. Varane, Shaw og Wan-Bissaka voru þó á bekknum.
Liðið gegn Chelsea
Liðið óbreytt frá síðasta leik
Varamenn: Butland, Malacia, Maguire, Dalot, Fred, McTominay, Rashford, Weghorst, Garnacho
United færist nær öruggu Meistaradeildarsæti
Manchester United mætti á Vitality, heimavöll Bournemouth í dag. United sem er þessa dagana í þriggja liða kapphlaupi um 2 laus sæti í Meistaradeildinni ásamt Newcastle og Liverpool. Síðarnefnda liðið hefur síðustu vikur verið að anda ofan í hálsmálið á liðunum í 3-4 sæti sem eru með jafnmörg stig. United hefur svolítið verið að hiksta og útivallarframmistaðan hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.
Manchester United 2:0 Wolverhampton Wanderers
Liðið sem Erik ten Hag stillti upp til að hirða fyrstu þrjú stigin af níu sem þarf til að tryggja meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Weghorst, Pellistri, Elanga, Garnacho
Lð Wolves
United var með boltann fyrsta hálftímann nær látlaust, en skapaði ekkert nema hvað Antony hefði getað gefið á Anthony í þokkalegu færi en skaut sjálfur, rétt framhjá. Annars sátu Úlfarnir djúpt og vörðust vel.