Það er ekkert sem netstuðningsmaður fótboltaklúbbs elskar meira en góða krísu. Þegar hægt er að kalla stjórann trúð (já þennan sem kom klúbbnum í Meistaradeildina), og líka alla þá sem keyptir hafa verið nýlega. Svo er hægt að skamma stjórann fyrir að spila ekki með manninn sem hefur verið rakkaður niður stöðugt síðustu tvö árin. Ekki er það verra þegar einhver leikmaður þarf að spila úr stöðu vegna fjölda meiðsla og gerir þar ein mistök. Markmaður sem er fenginn til að spila nýja boltann er svo hengdur af því að hann er að spila fyrir aftan vörn sem rétt svo man hvað hinir heita, þess þá síður að þeir hafi spilað saman sem heild. Svo er auðvitað alger firra að hugsa dæmið til enda og íhuga hvaða stjóri eigi að taka við þegar búið er að reka enn einn stjórann. Að vísu er hér upp á Íslandi maður sem búinn er að vinna tvær tvennur á þremur árum, en jafnvel ofanritaður myndi setja örlítið spurningamerki við það að hann væri tilbúinn að taka skrefið. Þó vissulega væri hann í topp fimm bestu kostunum. Er það ekki annars?
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:1 Crystal Palace
Liðið var eins og upphitunin spáði fyrir.
Varamenn: Bayındır, Evans, Maguire, Eriksen, Hannibal, McTominay, Van de Beek, Garnacho, Martial
United tók völdin í leiknum frá upphafi en fyrsta fína færið kom þegar Guéhi átti skalla rétt framhjá og United fór beint í sókn, Höjlund komst inn fyrir en þó hann kæmi boltanum framhjá Johnsone, en Tyrick Mitchell var réttur maður á réttum stað og hreinsaði áður en boltinn gat lekið í netið.
Aftur og nýbúnir: Crystal Palace á Old Trafford
Á þriðjudaginn vaknaði United af dvala og vann Crystal Palace sannfærandi í deildarbikarnum. Á morgun kemur Palace aftur í heimsókn. Palace hvíldi leikmenn eins og United gerði og á morgun mæta Eberechi Eze og Marc Guéhi til leiks. Það mun því bætast aðeins í sókn og vörn hjá Palace en hjá United er meiðslalistinn enn að stækka. Nú er ljóst að Lisandro Martínez verður frá næstu 2-3 mánuði og að auki er Sergio Reguilón meiddur.
Við munum því sjá Sofyan Amrabat í vinstri bakverði á ný. Fastlega má reikna með Rashford og Bruno í liðinu og ætli Casemiro og Mount fái ekki að spreyta sig á miðjunni. Pellistri hefur verið valinn umfram Garnacho hægra megin hingað til. Rasmus Højlund hlýtur að vera fremstur.
Titilvörnin hefst gegn Palace
Á morgun þriðjudaginn 26. september, klukkan 19:00, hefst titilvörn Manchester United í deildarbikarnum. United tekur á móti lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í þriðju 8. umferð keppninnar. Tímabilið hjá United hefur byrjað heldur brösulega en sigur síðustu helgi á Turf Moor gegn Burnley var mjög svo kærkominn. Liðið er enn í miklum meiðsla vandræðum en það var þó hughreystandi að Raphael Varane og Sofyan Amrabat komu báðir inn á í leiknum gegn Burnley. Þá hefur eitthvað kvissast út að Mason Mount og Harry Maguire gætu verið í leikmannahópnum gegn Palace. Það hefur líklegast runnið kalt vatn milli skins og hörunds hjá stuðningsmönnum United þegar Reguilon virtist haltra af velli gegn Burnley um helgina, sérstaklega þegar flest allir bakverðir United liggja á sjúkrabekknum, það virðist vera þó allt í lagi með spánverjann sem eru mjög góðar fréttir.
Burnley 0:1 Manchester United
Erik ten Hag hristi hraustlega upp í hlutunum í kvöld en hann stillti upp í demantsmiðju með Casemiro, Bruno, McTominay og Hannibal Mejbri fyrir aftan Rashford og Hojlund. Þá kom einnig m0örgum á óvart að Martinez var hvergi að finna en samkvæmt Hollendingnum er hann að glíma við eftirmál vegna meiðsla og vildi stjórinn ekki taka séns á því að spila honum. Það kom því í hlut Johnny Evans að stilla sér upp við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar en hann byrjaði síðast deildarleik fyrir United árið 2015.