Eftir enn einn erfiðan leik gegn lélegu liði um helgina er nú komið að því að taka á móti West Ham á morgun, en heil umferð er spiluð núna í miðri viku. Stóri Sámur Allardyce er búinn að vera að gera góða hluti með West Ham í haust, þó að illa hafi farið gegn Tottenham um helgina. Andy Carroll skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir West Ham en annars hefur Kevin Nolan verið að sjá helst um markaskorunina hjá þeim.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:1 Queens Park Rangers
Jæja, enn einn leikurinn þar sem United lendir undir og kemur tilbaka. Þessir leikir ættu að koma með viðvörun til hjartveikra.
Fyrri hálfleikur leiksins var ekki dæmi um góðan knattspyrnuleik. Hrafnistubolti á við leikinn gegn Norwich. Líkt og Felipe Melo í Champions League þá komst Scholes upp með nokkrar vel hressar tæklingar. Rooney áttu nokkur ágætis skot og van Persie átti skot í hliðarnetið sem einhverjum sýndist þó hafa farið í markið. Engin mörk voru skoruð í hálfleiknum, eða ætti ég að segja engin lögleg mörk.
Byrjunarliðið gegn QPR
Lindegaard
Rafael Evans Ferdinand Evra
Scholes Fletcher
Young Rooney Welbeck
van Persie
Bekkurinn: De Gea, Jones, Smalling, Anderson, Chicharito, Cleverley, Powell
ps: Minnum á hashtagið #djöflarnir
Upphitun fyrir Man Utd – QPR
Nú þegar Chris Smalling og Phil Jones eru komnir tilbaka eftir langa fjarveru ætti það að losa álag á Rio Ferdinand reyndar hefur verið hörkugóður á þessari leiktíð, fyrir utan Tottenham leikinn. Frammistaða miðjumannanna ungu í Meistaradeildinni á þriðjudaginn lofaði góðu, Anderson var mjög duglegur og við þörfnumst þess að hafa hans drifkraft á miðjunni nema planið sé að svæfa andstæðingana. Phil Jones var frábær og erfitt var að sjá að hann væri nýstiginn uppúr meiðslum.
Norwich 1:0 Manchester United
Þetta var hrikalegt. Ég nenni ekki að eyða einni sekúndu í að skrifa um þennan leik. Í staðinn geta menn velt eftirfarandi fyrir sér: