Fyrir leikinn var United á toppi riðilsins með 9 stig og þurfti 1 stig til að tryggja sig áfram. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 23 mínúturnar. Heimamenn fóru að sækja í sig veðrið og sýndu ágætis sóknartilburði en áttu engin dauðafæri fyrir utan skalla í stöng sem De Gea hefði þó líklega varið. United voru töluvert meira með boltann eða í kringum 60% en áttu aðeins eina marktilraun sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nani sem byrjaði leikinn sást ekkert í hálfleiknum nema þegar hann tók innköst. Markalaust í hálfleik.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:1 Arsenal
Enn einu sinni hefst United sigur með einu marki, en í þetta skiptið sýnir markatalan ranga mynd af leiknum.
Leikurinn var varla byrjaður þegar veikleiki Arsenal varnarinnar gerði vart við sig. Santos fylgdi Rafael ekki vel eftir og leyfði fyrirgjöf inn á teiginn, en Vermaelen gerði mjög skemmtileg mistök og gaf því sem næst beint á Robin van Persie sem afgreiddi boltann örugglega í hornið.
Liðið gegn Arsenal
Liðið komið
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Cleverly
Valencia Rooney Young
van Persie
Varamenn: Lindegaard Anderson Hernandez Nani Scholes Powell Wootton.
Anderson fær ekki sénsinn, okkar sterkasta liði, eins og Ferguson sér það stillt upp. Welbeck er meiddur og því ekki á bekk
Arsenal: Mannone; Sagna, Mertesacker, Vermaelen, Santos; Arteta, Wilshere, Ramsey; Cazorla, Giroud, Podolski. Alveg eins og almennt var spáð
Arsenal kemur í hádegisleikinn á morgun
Liðin er sú tíð að leikur Arsenal og United var úrslitaleikur um meistaratitilinn. Síðustu árin hefur það verið hlutskipti stuðningsmanna að horfa upp á bestu leikmenn liðsins hverfa á braut en í staðinn eru keyptir ódýrari leikmenn eða stuðst við uppalda leikmenn. Það ætti að vera fjarri nokkrum stuðningsmanni United að gagnrýna stefnu sem byggir á uppeldi, en eins og United stuðningsmenn hafa kvartað sáran undan að veskið sé dregið nægilega duglega upp hafa Arsenal stuðningsmenn gert hið sama. Þar á bæ munu vera til þokkalega digrir sjóðir eftir sölur síðustu ára, en engu að síður hefur Arsène Wenger ekki splæst í neina ofurkappa, en leitað eftir kjarakaupum.
Chelsea 2:3 Manchester United
Þetta var nú meiri leikurinn krakkar mínir, fimm mörk, tvö rauð spjöld, og þrjú hrikalega mikilvæg stig. Manchester United spilaði sitt klassíska 4-4-2 kerfi með þá Rooney og Van Persie frammi, eitthvað sem allir vilja um hverja helgi en stjórinn hefur haft aðrar hugmyndir í haust. Fyrir leik fannst mér það mjög góð ákvörðun hjá Ferguson breyta yfir í 4-4-2 til að koma höggi á plön Chelsea, sem hafa eflaust stúderað 4-2-3-1 kerfið í þeim tilgangi að finna veikleika. Di Matteo sagði þó í viðtali fyrir leikinn að hann hefði verið tilbúinn fyrir þessar breytingar, en auðvitað segir hann það.