Þá er komið að fyrri slag þessara fornu fjanda. Liðin hafa byrjað þetta tímabil mjög ólíkt. Á meðan United voru slakir í fyrsta leik en hafa svo unnið fjóra leiki í röð ef að fyrsti leikurinn í meistaradeildini er tekinn með, þá hafa Liverpool átt sína verstu byrjun í um 100 ár. Svo hefur Manchester Utd ekki unnið á Anfield síðan 2007. En eins og oft áður þegar þessi lið mætast þá skiptir tölfræðin ekki alltaf máli. Leikurinn hefst klukkan 12:30.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 4:0 Wigan
Wigan kom í heimsókn á Old Trafford á þessum fallega eftirmiðdegi. Leikar enduðu 4-0 í nokkuð þægilegum heimasigri fyrir Manchester United. Liðið sem byrjaði var svona:
Lindegaard
Rafael Rio Vidic Büttner
Scholes Carrick
Nani Welbeck Giggs
Chicarito
Fyrir leikinn var mikið rætt um hvort að Kagawa og Robin van Persie myndu byrja inná en þeir fengu sæti á bekknum og inn komu Javier Hernandez, Paul Scholes og Ryan Giggs. Alexander Büttner spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir félagið. Lindegaard hélt sæti sínu í markinu.
Liðið gegn Wigan
Liðin eru komin og þau líta svona út:
Lindegaard
Rafael Rio Vidic Buttner
Scholes Carrick
Nani Welbeck Giggs
Chicarito
Bekkur:De Gea, Evans, Valencia, RVP, Cleverley, Powell, Kagawa
Lindegaard heldur sæti sínu í liðinu og Buttner spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið. Robin van Persie og Kagawa detta á bekkinn. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, það var alltaf líklegt að RvP og Kagawa yrðu hvíldir. Þeir koma væntanlega ekki inná nema þess þurfi. Powell er einnig á bekknum. Væri gaman að sjá hann fá að spreyta sig. Held að við munum sjá Welbeck spila örlítið fyrir aftan Chicarito. Set Giggs á kantinn en hann mun ef til vill draga sig inná miðjuna sem ætti að gefa Buttner tækifæri á að spreyta sig á upphlaupum upp vinstri kantinn.
Wigan á morgun
Jæja, nú er landsleikjahléinu lokið og menn geta tekið gleði sína á ný. Okkar menn taka á móti Roberto Martinez og strákunum hans í Wigan. Eftir nokkuð erfiðan 2-3 útisigur á Southampton fáum við það sem er samkvæmt bókinni „léttur“ heimaleikur.
Hver einn og einasti stuðningsmaður United fékk vægt taugaáfall þegar fréttir bárust á sama degi að Shinji Kagawa og Robin van Persie hefðu báðir meiðst í landsliðsverkefnum sínum. Fréttir gefa þó til kynna að þeir glími ekki við alvarleg meiðsli og spánýjar fréttir gefa til kynna að þeir séu klárir í slaginn. Að öðrum meiðslapésum er það helst að frétta að Phil Jones verður frá næstu tvo mánuðina eftir að hafa orðið fyrir bakmeiðslum á æfingu og Chris Smalling er ennþá frá. Jonny Evans virðist hinsvegar vera að braggast og spilaði hann báða landsleiki N-Írlands. Það eru góðar fréttir því að nú þegar Meistaradeildin fer að fara af stað er liðið að sigla inn í þétt leikjaprógram og því gott að hægt sé að hvíla Rio og Vidic. Ashley Young er ásamt þeim félögum RvP og Kagawa spurningarmerki fyrir þennan leik. Ferguson sagði að Darren Fletcher yrði í hópnum fyrir þennan leik og eru það gleðifregnir, sérstaklega fyrir þá okkar sem höfðu afskrifað hann.
Southampton 2:3 Manchester United
Það væri ekki United ef ekki væri einhver óvænt í uppstillingunni. Ferdinand kominn aftur og þeir Vidic léku saman í fyrsta skipti síðan í desember.
Welbeck inn á kantinn kom ekki sérstaklega á óvart, en það sem kom á óvart var að de Gea var refsað fyrir mistökin sem leiddu til seinna marks Fulham um daginn, mistök sem voru reyndar klárt sóknarbrot fannst mér.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Vidic Evra