Eftir vonbrigðin í síðustu viku þá var einstaklega ánægjulegt að sjá hvernig liðið byrjaði þennan leik. Menn voru einbeittir og ákveðnir í öllum sínum aðgerðum og heimamenn voru áhorfendur fyrstu 20 mínúturnar í þessum leik.
Robin van Persie talaði um það í vikunni að hann væri ánægður með að hafa verið duglegur að skora en vildi vera að leggja meira upp fyrir liðsfélaga sína. Það tók hann ekki nema 8 mínútur þegar hann átti hornspyrnu sem Jonny Evans stangaði í markið.