Það er í nægu að snúast þessa dagana fyrir okkur United menn, leikjaplanið er ansi þétt og núna er komið að því að leika við Tottenham í deildinni á Old Trafford. Leikurinn fer fram á morgun (laugardag) klukkan 16:30. Liðinu hefur gengið afskaplega vel gegn Tottenham undanfarin ár, í síðustu 20 leikjum á Old Trafford hefur Man Utd aldrei tapað, hafa unnið 17 leiki, gert 3 jafntefli og markatalan er 42 mörk gegn 8. Tottenham eru með mjög sterkt lið og auðvitað nýjan þjálfara. Villas-Boas reið kannski ekki feitum hesti gegn United þegar hann var með Chelsea en hver veit, kannski hefur hann lært eitt og annað síðan þá og kannski hentar honum betur að mæta á Old Trafford sem lítilmagninn. Ó vangaveltur.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool 1:2 Manchester United
Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu. Þetta var fyrsti heimaleikur Liverpool eftir útgáfu Hillsbrough skýrslunnar og var andrúmsloftið magnþrungið. 96 blöðrum var sleppt til minnast þeirra 96 sem létust í Sheffield og var stemmningin mögnuð. Og voru allir stuðningsmenn til fyrirmyndar.
Liverpool stillti upp sama liði og gegn Sunderland á meðan Ferguson gerði nokkrar breytingar frá leiknum gegn Wigan.
Liðið gegn Liverpool
Byrjunarliðin eru eftirfarandi:
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Giggs
Valencia Kagawa Nani
van Persie
Bekkur: De Gea, Anderson, Chicharito, Welbeck, Scholes, Cleverley, Büttner
Vidic er ekki með líklega vegna meiðsla.
Liverpool:
Reina
Kelly Skrtel Agger Johnson
Gerrard Allen Shelvey
Borini Suarez Sterling
Liverpool á morgun
Þá er komið að fyrri slag þessara fornu fjanda. Liðin hafa byrjað þetta tímabil mjög ólíkt. Á meðan United voru slakir í fyrsta leik en hafa svo unnið fjóra leiki í röð ef að fyrsti leikurinn í meistaradeildini er tekinn með, þá hafa Liverpool átt sína verstu byrjun í um 100 ár. Svo hefur Manchester Utd ekki unnið á Anfield síðan 2007. En eins og oft áður þegar þessi lið mætast þá skiptir tölfræðin ekki alltaf máli. Leikurinn hefst klukkan 12:30.
Manchester United 4:0 Wigan
Wigan kom í heimsókn á Old Trafford á þessum fallega eftirmiðdegi. Leikar enduðu 4-0 í nokkuð þægilegum heimasigri fyrir Manchester United. Liðið sem byrjaði var svona:
Lindegaard
Rafael Rio Vidic Büttner
Scholes Carrick
Nani Welbeck Giggs
Chicarito
Fyrir leikinn var mikið rætt um hvort að Kagawa og Robin van Persie myndu byrja inná en þeir fengu sæti á bekknum og inn komu Javier Hernandez, Paul Scholes og Ryan Giggs. Alexander Büttner spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir félagið. Lindegaard hélt sæti sínu í markinu.