Liðin eru komin og þau líta svona út:
Lindegaard
Rafael Rio Vidic Buttner
Scholes Carrick
Nani Welbeck Giggs
Chicarito
Bekkur:De Gea, Evans, Valencia, RVP, Cleverley, Powell, Kagawa
Lindegaard heldur sæti sínu í liðinu og Buttner spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið. Robin van Persie og Kagawa detta á bekkinn. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, það var alltaf líklegt að RvP og Kagawa yrðu hvíldir. Þeir koma væntanlega ekki inná nema þess þurfi. Powell er einnig á bekknum. Væri gaman að sjá hann fá að spreyta sig. Held að við munum sjá Welbeck spila örlítið fyrir aftan Chicarito. Set Giggs á kantinn en hann mun ef til vill draga sig inná miðjuna sem ætti að gefa Buttner tækifæri á að spreyta sig á upphlaupum upp vinstri kantinn.