Enska úrvalsdeildin
Djöflar gegn Skyttum
Manchester United mætir í heimsókn á Emirates völlinn í Lundúnum á morgun (sunnudag) og mætir það liði Arsenal klukkan 15:30. Lærisveinar Erik ten Hag munu leitast þar við að landa fyrsta útisigri United á tímabilinu. Heimasigrar gegn Wolves og Nottingham Forest og tap gegn Tottenham þar á milli er uppskera United eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Það er aðeins ein umferð í úrvalsdeildinni áður en okkur úrvalsdeildarunnendum er kippt niður á jörðina með einu stykki landsleikjahléi. Já aðeins ein umferð áður en þessar tæpu tvær landsleikjavikur stöðva skemmtilegustu deild í heimi og bjóða okkur frekar upp á Svartfjallaland – Búlgaría. Það er heldur betur ærið verkefni sem bíður United í seinasta leik fyrir landsleikjahlé en Arsenal eru farnir að gera sig heldur betur gildandi á nýjan leik. Skytturnar frá norður-London voru stóryrtir eftir gott gengi á síðustu leiktíð (tjah fyrir utan kannski apríl og maí) og ætla sér heldur betur að pakka þessari deild saman, a.m.k. láta stuðningsmenn liðsins þannig á samfélagsmiðlum.
Manchester United 3:2 Nottingham Forest
Tæpt var það, Teitur. Manchester United marði heimasigur gegn Nottingham Forest 3-2 í leik sem vissulega þandi taugarnar óþægilega mikið. Veðrið hafði sitt að segja en himnarnir hreinlega opnuðust í miðjum leiknum og úrkoman í Manchesterborg hefur verið mæld í tommum en ekki millimetrum. Það gerði leikmönnum erfitt um vik og boltinn var augljóslega þungur og óútreiknanlegur.
Rauðu djöflarnir taka á móti Forest
Þessi viðureign gegn Nottingham Forest á laugardaginn getur ekki komið nógu fljótt fyrir suma á meðan einhverjir myndu helst vilja taka heilt undirbúningstímabil fyrir leikinn. United er með þrjú stig eftir tvo leiki, ósanngjarn heimasigur gegn Úlfunum og grautfúlt útitap gegn Tottenham en þetta upphaf leiktíðarinnar skilur vafalaust eftir ákveðið óbragð í munninum hjá stuðningsmönnum Rauðu djöflanna og minnir óneitanlega að sumu leyti á upphaf síðustu leiktíðar.
Tottenham 2 – 0 United
Erik Ten Hag gerði engar breytingar á United liðinu sem marði Úlfanna í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrátt fyrir frekar slappa frammistöðu var kannski ekki búist við miklum hræringum á byrjunarliðinu en flestir höfðu kannski búist við að Sancho kæmi inn í byrjunarliðið á kostnað Garnacho. Postecoglou nýi stjóri Tottenham gerði tvær breytingar frá jafnteflinu við Brentford en Pape Sarr kom inn fyrir Oliver Skipp og Pedro Porro byrjaði í stað Emerson Royal.