Á morgun, sunnudaginn 12. mars klukkan 14:00, mun United taka á móti Southampton á Old Trafford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa verið slegnir all hressilega niður á jörðina síðustu helgi þá svaraði liðið mjög vel fyrir sig gegn Real Betis í miðri viku, 4-1 sigur á Old Trafford og miðinn í 8-liða úrslit evrópudeildarinnar nánast tryggður (7,9,13). Dýrlingarnir í Southampton sitja á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 21. stig. Liðið tapaði gegn Leeds 1-0 í ensku úrvalsdeildinni 25. febrúar, liðið lék þá gegn Grimsby í FA bikarnum 1. mars og tapaði 2-1. Liðið vann svo síðasta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Leicester síðustu helgi 1-0.
Enska úrvalsdeildin
Liverpool 7:0 Manchester United
Manchester United 3:1 West Ham
Liðið er komið og það eru sex breytingar
Varamenn: Heaton, Martinez (58′), Varane, Wan-Bissaka, Casemiro (46′), Fred (86′), Pellistri, Elanga, Rashford (58′)
Lið West Ham
Leikurinn var fimm mínútna gamall Þegar Marcel Sabitzer var næstum búinn að opna markareikning sinn hjá United, prýðilegt spil, McTominay gaf á Weghorst sem renndi honum út og Sabitzer fékk ótruflað skot sem Areola varði vel. Hefði verið prýðilega smekkleg byrjun á leiknum. Areola var alveg að sanna sig sem varamarkmaður, tók gott skot Garnacho nokkrum mínútm síðar, og United var að mestu með tök á leiknum.
Manchester United 2:0 Newcastle United
Erik ten Hag mætti brosmildur en ákveðinn á Wembley í kvöld og stillti upp sínu sterkasta liði enda mikið í húfi. Sem betur fer sást Rashford á leikskýrslunni en liðið leit svona út:
Á bekknum voru þeir Heaton, Lindelöf, Maguire (’88), Wan–Bissaka (’46), Malacia, McTominay (’69), Sabitzer (’69), Garnacho og Sancho (’82).
Eddie Howe mætti ekki síður ákveðinn til leiks og fyrir utan Nick Pope sem var í banni stillti hann sínu sterkasta liði upp í von um að tryggja Newcastle fyrsta titil sinn í hálfa öld (fyrir utan það að vinna Championship deildina):
Það er komið að fyrsta úrslitaleik United á þessari leiktíð!
Þá er stundin runnin upp því það er komið að stærsta leik United á leiktíðinni til þessa. Bikarúrslitaleikurinn gegn Newcastle United í deildarbikarnum – Carabao Cup og verður þetta fyrsti úrslitaleikur United frá því liðið mætti Villareal fyrir tæpum tveimur árum síðan og tapaði á grátlegan hátt í vítaspyrnukeppni.
2013 dagar eru hins vegar liðnir frá því United vann síðast úrslitaleik en það gerðist síðast þegar José Mourinho stýrði liðinu til sigur gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar 2017. Af núverandi leikmannahóp United sem voru í hópnum fyrir þann úrslitaleik eru einungis Anthony Martial, Marcus Rashford og De Gea sem eftir standa en Rashford var sá eini sem byrjaði þann leik. Það er því svo sannarlega kominn tími á að skila málmi í hús fyrir hópinn okkar í dag og þó margir í núverandi hóp United hafi gert það annars staðar þá skiptir það okkur litlu sem engu máli því eins og Casemiro sagði í viðtali á dögunum þá kom hann hingað til að vinna fleiri titla.