Seinni leikur Manchester United og Barcelona er á morgun og verkefni beggja er einfalt: Sigur eða dauði. Jafntefli þýðir framlengingu, jafnt eftir framlengingu þýðir vítakeppni.
Fyrir sex dögum síðar mættust liðin í frábærum leik, United hélt að þeir hefðu kannske gert nóg til að fara með sigur heim frá Camp Nou, en Barcelona hirti, líklega verðskuldað, jafnteflið. Nú þarf United sigur til að komast áfram og eftir 14 slíka í síðustu 15 á Old Trafford er það vissulega eitthvað sem á ekki að vera ofverkið þeirra. Byrjum á góðu fréttunum: Lisandro Martínez og Marcel Sabitzer eru komnir úr banni, Casemiro verður með eins og á Camp Nou og fékk síðustu bannhvíldina um helgina, og Antony og Harry Maguire eru orðnir leikfærir.