Það var spennuþrungið andrúmsloftið á St. James’ Park eins og svo oft áður þegar þessi tvö lið mætast. Síðasta viðureign þessara liða endaði með því að þeir rauðklæddu hömpuðu bikar á meðan þeir svarthvítu sátu eftir með sárt ennið í leik þar sem þeir sáu þó nánast aldrei til sólar. En bikarleikir og deildarleikir eru eins og eplabaka og hjónabandsæla. Þessi lið voru búin að spila jafnmarga leiki fyrir daginn í dag og skildu einungis 3 stig þau að í baráttunni um Meistaradeildarsætið.
Enska úrvalsdeildin
United 0 – 0 Southampton
Byrjunarliðið United gegn Southampton var aðeins sóknarsinnaðra en við höfum vanist frá Ten Hag. Það virtist vera 4-1-4-1 með þá Antony, Fernandes, Weghorst, Sancho og Rashford alla inn á og væntanlega eru eitthvað flæðandi í þessum framliggjandi stöðum. Casemiro fékk engan Fred, Sabitzer eða McTominay með sér inn á miðjuna, þá fékk Aaron Wan-Bissaka traustið.
Djöflar gegn Dýrlingum
Á morgun, sunnudaginn 12. mars klukkan 14:00, mun United taka á móti Southampton á Old Trafford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa verið slegnir all hressilega niður á jörðina síðustu helgi þá svaraði liðið mjög vel fyrir sig gegn Real Betis í miðri viku, 4-1 sigur á Old Trafford og miðinn í 8-liða úrslit evrópudeildarinnar nánast tryggður (7,9,13). Dýrlingarnir í Southampton sitja á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 21. stig. Liðið tapaði gegn Leeds 1-0 í ensku úrvalsdeildinni 25. febrúar, liðið lék þá gegn Grimsby í FA bikarnum 1. mars og tapaði 2-1. Liðið vann svo síðasta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Leicester síðustu helgi 1-0.
Liverpool 7:0 Manchester United
Manchester United 3:1 West Ham
Liðið er komið og það eru sex breytingar
Varamenn: Heaton, Martinez (58′), Varane, Wan-Bissaka, Casemiro (46′), Fred (86′), Pellistri, Elanga, Rashford (58′)
Lið West Ham
Leikurinn var fimm mínútna gamall Þegar Marcel Sabitzer var næstum búinn að opna markareikning sinn hjá United, prýðilegt spil, McTominay gaf á Weghorst sem renndi honum út og Sabitzer fékk ótruflað skot sem Areola varði vel. Hefði verið prýðilega smekkleg byrjun á leiknum. Areola var alveg að sanna sig sem varamarkmaður, tók gott skot Garnacho nokkrum mínútm síðar, og United var að mestu með tök á leiknum.