Í kvöld mætir United á City Ground í Nottingham til að mæta Forest þar í fyrsta skipti í 24 ár. Síðast fór 8-1 fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði fjögur mörk á 12 mínútum undir lok leiksins. Forest féll það vorið og hefur United ekki einu sinni mætt þeim í bikarkeppnum síðan.
Forest kom auðvitað upp í úrvalsdeild í fyrravor og gekk afspyrnuilla framan af vetri og tapaði á Old Trafford í fyrri leik liðanna í deildinni 3-0 27. desember. En síðan þá hefur liðið ekki tapað leik í deildinni, tapaði reyndar illa í þriðju umferð bikarsins, 4-1 í Blackpool, en unnu Wolves í vítakeppni í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins.