Diogo Dalot var meiddur og Wout Weghorst var ekki skráður fyrr í tæka tíð og liðið leit þannig út
Varamenn: Heaton, Lindelöf, Maguire (92′), Martínez (92′), Mainoo, McTominay(92′), Antony (45′), Elanga, Garnacho (72′)
City liðið var nokkuð í linu við það sem spáð var
Leikurinn var afskaplega jafn framan af, City aðeins meira með boltann, United aðeins meira ógnandi. Bruno fékk smá færi á 10. mínútu, en það var þröngt og erfitt að gera anna en að skjóta framhjá fjær stönginni. Það var svo ekki hægt að segja að nokkuð markvert gerðist, fyrr en á 34. mínútu þegar Marcus Rashford fékk boltann vinstra megin, Ederson kom út á móti langt út úr teignum, Rashford fór auðveldlega framhjá honum en var of utarlega og Akanji var kominn til baka og blokkaði skotið. Rétt á eftir komst Rashford aftur í gegn, í þetta skiptið var Ederson meira til baka og varði svo skotið. Kannski hefði Rashford átt að ná marki í öðru hvoru þessara færa.