Manchester United lýkur leik þetta árið með því að heimsækja Wolverhampton Wanderes í hádeginu á morgun, gamlársdag. Enn er verið að fást við afföll í vörninni en það stendur til bóta því heimsmeistarinn er mættur til æfinga.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:0 Nottingham Forest
Veira hafði herjað á United, Lindelöf og McTominay voru veikir, Maguire líka en var nógu hress fyrir bekkinn
Varamenn: Heaton, Bennett, Maguire (77′), Williams, Fred (77′), Van de Beek (65′), Iqbal, Elanga (86′), Garnacho (65′)
Forest leit svona út
Það var steypiregn í Manchester og leikurinn fór frekar rólega aaf stað færalega, United hélt boltanum og Forest menn voru að mestu sáttir við það og leyfðu þetta.
Loksins deildin aftur
Loksins snýr deildin aftur á morgun þegar Jesse Lingard mætir í heimsókn með sínu nýju félagi.
Fyrsti leikurinn í deild eftir HM er endurkoma hins fornfræga félags Nottingham Forest á leikvang draumana. Nottingham Forest þarf kannski ekki mikið að kynna þótt þetta sé í fyrsta skiptið á þessari öld sem liðið er í efstu deild og fyrsti leikur liðanna síðan 1-8 sigurinn á City Ground árið 1999.
Það hlaut að koma að því! Ronaldo kveður United.
Það var óumflýjanlegt. Cristiano Ronaldo hefur komist að samkomulagi við Manchester United og er hann frá og með deginum í dag laus undan samningi. Eftir allt fjaðrafokið og fréttaflóðið í kjölfar viðtals Portúgalans við Piers Morgan á dögunum var það ljóst að Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Án efa eru margir sem sitja súrir og hefðu flestir viljað að endurkoma hans hefði endað með öðrum hætti en það þýðir lítt að velta því fyrir sér úr því sem orðið er.
Fulham 1:2 United
United mætti í heimsókn á Craven Cottage í dag klukkan 16:30. Ten Hag gerði nokkrar breytingar frá byrjunarliðinu gegn Aston Villa í miðri viku. Casemiro, Eriksen, Shaw, Elanga, Martinez og De Gea komu allir inn í liðið. United voru aðeins með 8 leikmenn á bekk og þar af tvo markmenn en lið mega hafa níu leikmenn á bekknum. Ronaldo, Sancho og Antony voru allir fjarri góðu gamni og því bekkurinn frekar þunnskipaður. Það vakti mikla athygli að Ten Hag valdi að setja Malacia í hægri bakvörð, þar sem Dalot var að taka út leikbann vegna fjölda gulra spjalda. Það virðist sem svo að Aaron Wan-Bissaka eigi ekki engudkvæmt í lið United undir stjór Ten Hag.