United heimsækir Fulham í síðast leik sínum fyrir heimsmeistaramótið í Katar sem hefst 20. nóvember. Fyrir þessa umferð var United 3 stigum á eftir Tottenham í fjórða sæti og 4 stigum á eftir Newcstle en United á leik til góða á bæði þessi lið. Það er nauðsynlegt að United endi fyrri hluta mótsins á góðum nótum og helst sem næst liðunum í 3 & 4 sæti. Gestgjafar United um helgina eru Fulham menn sem hafa staðið sig ágætlega á tímabilinu en þeir sitja í 9.sæti með 19 stig jafn mörg stig og Liverpool. Það virðist sem svo að Fulham sé að hugsa um. að halda sér í úrvalsdeildinni í ár sem er ólíkt þeim þar sem undanfarin ár hafa þeir ásamt Norwich fullkomnað þá list að; gjörsamlega ganga frá Championship deildinni, komast í úrvalsdeildina, ekki geta neitt þar og falla.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 4:2 Aston Villa
Liðið gegn Aston Villa er komið og nokkrar breytingar frá síðasta leik gegn einmitt Aston Villa. Martial kemur í byrjunarlið en Harry Maguire gerir það einnig og spilar við hlið Lindelöf í hjarta varnarinnar.
Lið United
Varamenn: Garnacho (62′), Elanga (62′), Eriksen (62′) Casemiro(80′) Martínez(86′)
Lið Aston Villa
Þetta er svo sem ekki mest spennandi leikur fyrirfram sem hægt er að ímynda sér en fyrri hálfleikur var dræmari leikur en nokkuróttaðist. United var mikið breytt og ekki margir af þeim sem fengu sénsinn í kvöld sýndu neitt mikið sem gæti komið þeim inn í aðalliðið.
Aston Villa 3:1 Man Utd
Manchester United gerði ekki góða ferð til Birmingham og tapaði verðskuldað 3-1 gegn spræku Aston Villa liði, sem að lék í fyrsta sinn undir Unai Emery. Stemningin og baráttan var öll heimamegin og því fór sem fór. Það var viðbúið að við myndum fá skelli og upplifa alvöru vaxtaverki undir Erik ten Hag á hans fyrsta tímabili og sú var raunin í dag.
Svona stillti Erik ten Hag liðinu upp:
Fyrsti leikur Emery með Villa
Manchester United verður fyrsti mótherji Aston Villa undir stjórn Unai Emery, sem tók við í vikunni eftir brottrekstur Steven Gerrard. Liðin mætast nú tvisvar í síðustu vikunni áður en hlé verður gert vegna heimsmeistarakeppninnar.
Manchester United 1:0 West Ham
Antony var lítilega meiddur og Lindelöf veikur þannig fyrirliðinn kom aftur inn í liðið og United leit svona út.
Varamenn: Bishop, Dubravka, Malacia, Fred(79′), Pellistri, Van De Beek, McTominay(61′), Garnacho, Sancho.
Lið gestanna
United var betra liðið frá upphafi og fékk nokkur hálffæri, sérlega falleg sending Christian Eriksen inn fyrir vörnina fann Elanga og hann hefði getað gert betur en undir pressu frá varnarmanni var skotið máttlaust. Hápressa United var að virka ágætlega, leikmenn voru að vinna boltann af West Ham eins og það væri vinnan þeirra.