Í kvöld mætti Manchester United á Selhurst Park í 19. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar í lokaleik fyrri hluta deildarinnar. Casemiro og Fred voru báðir á sínu fjórða gula spjaldi og gátu því lent í banni ef þeir fengju spjald í kvöld. Margir bjuggust því við að Casemiro yrði hvíldur svo hann yrði ekki ætti ekki á hættu á að vera í banni gegn Arsenal næstu helgi en svo reyndist þó ekki. En allir leikir í deildinni eru mikilvægir og jafnmörg stig sem fást við það að vinna Crystal Palace og Arsenal, óháð stöðu þeirra á töflunni. Þá var Wout Weghorst einnig í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir United. Annars var liðinu stillt upp svo:
Enska úrvalsdeildin
Weghorst frumsýndur í kvöld?
Manchester United verður með annan fótinn í Lundúnaborg í vikunni og byrjar á leik gegn Crystal Palace í kvöld. Vonir eru um að liðið haldi áfram þeirri frábæru siglingu sem það hefur verið á og að nýjasti leikmaðurinn, Wout Weghourst, verði frumsýndur.
Weghurst kom í lok síðustu viku að láni frá Burnley. Hann var upphaflega keyptur þangað fyrir ári frá Wolfsburg í Þýskalandi en vildi fara í haust eftir að Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þá var hann lánaður til Besiktas í Tyrklandi og hefur leikið ágætlega þar síðustu vikur.
Manchester United 2:1 Manchester City
Diogo Dalot var meiddur og Wout Weghorst var ekki skráður fyrr í tæka tíð og liðið leit þannig út
Varamenn: Heaton, Lindelöf, Maguire (92′), Martínez (92′), Mainoo, McTominay(92′), Antony (45′), Elanga, Garnacho (72′)
City liðið var nokkuð í linu við það sem spáð var
Leikurinn var afskaplega jafn framan af, City aðeins meira með boltann, United aðeins meira ógnandi. Bruno fékk smá færi á 10. mínútu, en það var þröngt og erfitt að gera anna en að skjóta framhjá fjær stönginni. Það var svo ekki hægt að segja að nokkuð markvert gerðist, fyrr en á 34. mínútu þegar Marcus Rashford fékk boltann vinstra megin, Ederson kom út á móti langt út úr teignum, Rashford fór auðveldlega framhjá honum en var of utarlega og Akanji var kominn til baka og blokkaði skotið. Rétt á eftir komst Rashford aftur í gegn, í þetta skiptið var Ederson meira til baka og varði svo skotið. Kannski hefði Rashford átt að ná marki í öðru hvoru þessara færa.
Borgarslagur á morgun, megum við leyfa okkur að dreyma?
Á morgun koma grannarnir í heimsókn á Old Trafford. Síðasti leikur þessara liða var sýningarleikur Phil Foden og Erling Haaland, þrenna frá báðum og eftir leikinn var United átta stigum frá City, að vísu með leik til góða. United sat þá í sjötta sæti, á eftir Brighton og Chelsea en stigi á undan Newcastle. Síðan 2. október hefur hins vegar margt gerst og United aðeins tapað einum leik í deild og unnið síðustu fjóra. Að auki er samfelld sigurganga liðsins nú átta leikir. Síðasta tap liðsins var sjötta nóvember á Villa Park, en sú einkennilega tilviljun er að það var einmitt síðasti leikur Cristiano Ronaldo fyrir United.
Manchester United 3 : 0 Bournemouth
Erik Ten Hag gerði talsvert fleiri breytingar á byrjunarliðinu gegn Wolves en kannski búist var við fyrir leik. Það kom engum á óvart að Marcus Rashford væri kominn aftur í byrjunarliðið eftir að hafa sofið yfir sig fyrir leikinn gegn Wolves. Það hefur þó líklegast komið einhverjum á óvart að Lindelöf og Maguire kæmu inn í vörnina í stað Varane og Malacia, Luke Shaw færði sig þá aftur í vinstri bakvörð. Ætli óvæntustu fréttirnar hafi þó ekki verið að Donny van de Beek hafi komið inn í byrjunarliðið í stað Antony. Þá var undirritaður einnig búinn að lofa að Phillip Billing yrði ekki með Bournemoth í upphitun sem birt var í gær en hann var mættur ferskur til leiks rúmlega mánuði fyrr en FotMob hafði tjáð undirrituðum.