Það er almennt hýr há á stuðningsmönnum United þessa dagana, góð og allt að frábær úrslít og það sem ekki síður er, frábær spilamennska. Það er ekki kominn nóvember og Erik ten Hag er strax búinn að stimpla sig inn og fá liðið til að spila eftir sínu höfði.
Það er því spennandi að taka á móti David Moyes og West Ham á morgun. Einu sinni var David Moyes stjóri United, en það muna bara þau sem komin eru yfir fermingaraldur! Hann er að gera ágæta hluti hjá West Ham eins og áður. Liðið tapaði reyndar fyrstu þremur leikjunum en hefur síðan staðið sig þokkalega, tapað fyrir Chelsea, Everton og Liverpool á útivelli en unnið skyldusigra heima og eru í tíunda sæti. Í framrúðubikar Evrópu, afsakið Sambandsdeildinni, eru þeir hins vegar í stuði og hafa unnið alla leikina í riðlinum, unnu nú síðast Silkeborg á heimavelli á fimmtudaginn.