Manchester United verður fyrsti mótherji Aston Villa undir stjórn Unai Emery, sem tók við í vikunni eftir brottrekstur Steven Gerrard. Liðin mætast nú tvisvar í síðustu vikunni áður en hlé verður gert vegna heimsmeistarakeppninnar.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:0 West Ham
Antony var lítilega meiddur og Lindelöf veikur þannig fyrirliðinn kom aftur inn í liðið og United leit svona út.
Varamenn: Bishop, Dubravka, Malacia, Fred(79′), Pellistri, Van De Beek, McTominay(61′), Garnacho, Sancho.
Lið gestanna
United var betra liðið frá upphafi og fékk nokkur hálffæri, sérlega falleg sending Christian Eriksen inn fyrir vörnina fann Elanga og hann hefði getað gert betur en undir pressu frá varnarmanni var skotið máttlaust. Hápressa United var að virka ágætlega, leikmenn voru að vinna boltann af West Ham eins og það væri vinnan þeirra.
West Ham á morgun
Það er almennt hýr há á stuðningsmönnum United þessa dagana, góð og allt að frábær úrslít og það sem ekki síður er, frábær spilamennska. Það er ekki kominn nóvember og Erik ten Hag er strax búinn að stimpla sig inn og fá liðið til að spila eftir sínu höfði.
Það er því spennandi að taka á móti David Moyes og West Ham á morgun. Einu sinni var David Moyes stjóri United, en það muna bara þau sem komin eru yfir fermingaraldur! Hann er að gera ágæta hluti hjá West Ham eins og áður. Liðið tapaði reyndar fyrstu þremur leikjunum en hefur síðan staðið sig þokkalega, tapað fyrir Chelsea, Everton og Liverpool á útivelli en unnið skyldusigra heima og eru í tíunda sæti. Í framrúðubikar Evrópu, afsakið Sambandsdeildinni, eru þeir hins vegar í stuði og hafa unnið alla leikina í riðlinum, unnu nú síðast Silkeborg á heimavelli á fimmtudaginn.
Evrópudeildarbarátta á Old Trafford þegar Sheriff mætir í rigninguna
Nú fara línurnar í Evrópudeildinni að skýrast en annað kvöld fer fram næstsíðasta umferð riðlakeppninnar. Sheriff frá Moldóvu mætir á Old Trafford en fyrri viðureign þessara liða fór fram 15. september en leiknum lauk með tiltölulega þægilegum 0-2 sigri United með mörkum í fyrri hálfleik frá Sancho og Ronaldo. United mætti því næst City og það fór eins illa og hægt fór en síðan þá er United taplaust og það sem meira er þá hefur United einungis fengið á sig tvö mörk í síðustu fimm leikjum. Það sama hefur ekki verið upp á teningnum hjá mótherjum okkar sem töpuðu um síðustu helgi og töpuðu í tvígang fyrir Real Sociedad í millitíðinni.
Chelsea 1:1 Manchester United
Í kvöld tók Chelsea á móti okkar mönnum í síðustu viðureign dagsins í ensku Úrvalsdeildinni. Einungis eitt stig skildi liðin að fyrir leikinn og því ljóst að mikið væri í húfi fyrir bæði lið. Erik ten Hag gerði eina breytingu, Eriksen kom inn í liðið í stað Fred. Annars var liðið óbreytt:
Varamenn voru þeir Heaton, Lindelöf, Malacia, Fred, McTominay, Iqbal, Pellistri, Elanga og Garnacho.