Manchester United leggur leið sína til höfuðborgarinnar fyrir næstu viðureign sína í deildinni þar ytra en röðin er komin að því að mæta Chelsea sem situr í sætinu fyrir ofan United og það sem meiru máli skiptir, síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Það má því með sanni segja að United sé að mæta þeim bláklæddu í baráttu um 4. sætið en einungis eitt stig skilur liðin að.
Að þeim leik loknum hefur United spilað gegnöllum stóru liðunum í deildinni og tekið samtals úr þeim leikjum 9 stig auk þeirra stiga sem fást á Brúnni ef einhver verða. Það verður að teljast sæmilegasti árangur það sem af er en töpuð stig gegn liðum neðar á skiltinu er að valda því að við erum ekki ofar á töflunni. Með sigri færi United upp í 4. sætið og væri þá stigi á eftir Tottenham (sem hefur fram að þessu leikið einum leik meira en United) og væri þá virkilega farið að blanda sér í toppbaráttuna en sem stendur er enn töluvert bil á milli efstu þriggja liðanna og pakkans sem fylgir á eftir.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:0 Tottenham
Fred ’47, Bruno Fernandes ’69
Bekkur: Heaton, Lindelöf, Malacia, Eriksen (Casemiro ’87), McTominay (Antony ’76), Pellistri, Elanga (Sancho ’87), Garnacho, Ronaldo.
Vantaði: Martial, Van de Beek, Maguire, Williams, Tuanzebe, Wan-Bissaka og Jones sem eru allir á meiðslalistanum.
Bekkur: Forster, Spence (Perisic ’89), Tanganga, Sanchez (Bissouma ’82), Lenglet, Sessegnon, (Dier ’82) Skipp (Bentancur ’89), Lucas (Doherty), Gil.
United 0:0 Newcastle
Svekkjandi jafntefli á heimavelli gegn Newcastle
United og Newcastle skildu jöfn á Old Trafford í dag og fyrsta jafntefli United í deildinni á þessu tímabili staðreynd. Byrjunarlið United var talsvert breytt frá síðasta úrvalsdeildarleik, Rashford settist á bekkinn og Sancho koma inn í hans stað, Eriksen var hvorki í byrjunarliði né á bekknum en Ten Hag sagði að hann væri veikur og tæki því engan þátt, Fred fékk því að byrja annan leikinn í röð.
Skjórarnir frá Newcastle heimsækja Old Trafford
United vs Newcastle
Eftir afhroðið gegn City var sigurinn gegn Everton síðustu helgi mjög kærkominn til þess að hleypa liðunum á toppnum ekki of langt á undan. Þrátt fyrir að það Everton hafi legið þungt á United undir lok leiksins þá var sigurinn verðskuldaður. United liðið tók síðan á móti Omonia Nicosia og eftir mikið más og blás að marki Omonia laumaði McTominay inn marki í uppbótartíma og 1-0 sigur í höfn. Næst fær United, Newcastle í heimsókn klukkan 13:00 á sunnudaginn. Eftir hæga byrjun þar sem Newcastle sigraði aðeins einn af sínum fyrstu 7 leikjum og gerði 5 jafntefli hafa þeir aðeins rétt úr kútnum með tveimur sigrum í síðustu tveimur leikjum. Þá hafa þeir einnig unnið þessa tvo leiki stórt 4-1 og 5-1, það má því búst við að drengirnir hans Eddie Howe mæti ágætlega vel stemdir í leikinn gegn United. Erik Ten Hag gerði fjórar breytingar á liðinu frá tapinu gegn City, Varane, Malacia, Sancho og McTominay fóru allir úr liðinu og Martial, Lindelöf, Shaw og Casemiro komu inn. United liðið gaf svolítið eftir undir lokin gegn Everton og gæti spilað inn í leikurinn um miðja viku gegn Omonia Nicosia, það er vonandi að það sama verði ekki upp á teningnum núna á sunnudaginn.
Manchester United mætir Omonia á ný
Þá er komið að síðari viðureign United gegn Omonia Nicosia en liðin mættust á fimmtudaginn var á heimavelli kýpverska liðsins í 3. umferð Evrópudeildarinnar. Þeim leik lauk með sigri United 2-3, en fátt sem heillaði eftir hroðalegheitin gegn nágrönnum okkar í deildinni. Leikmenn eins og Eriksen og Ronaldo virtust þreyttir og langt frá sínu besta og mistök voru gerð sem kostuðu okkur ódýr mörk en að lokum sigldi United skyldusigrinum heim undir forystu þeirra Marcus Rashford og Anthony Martial. Þeir byrjuðu svo leikinn gegn Everton um helgina sem endaði með baráttusigri United í leik sem var miklu betri en sá á fimmtudaginn.