Eftir sannkallaða Jekyll & Hyde frammistöðu Manchester United á byrjun tímabilsins, er ekki laust við að stuðningsmenn séu bæði spenntir og taugaveiklaðir í aðdraganda leiksins. Eftir að hafa farið með skottið á milli lappanna eftir fyrstu tvo leikina gegn Brighton og Brentford, gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Liverpool, nokkuð sem liðinu hefur ekki tekist frá því 2018 (í deildinni það er). United var fyrir umferðina í neðsta sæti deildarinnar en situr nú í því fjórtánda. Því ef einhverjir stuðningsmenn liðsins getaekki fundið huggun í því að sigra erkióvinina frá Liverpool þá er líka hægt að líta á töfluna og sjá að það eru talsvert skrýtnir hlutir að gerast og flestöll stóru liðin að hiksta að því er virðist.
Enska úrvalsdeildin
United 2 – 1 Liverpool. Geggjaður sigur og fyrstu þrjú stigin í hús!
Erik ten Hag gerði fjórar breytingar á liðinu frá afhroðinu gegn Brentford. Maguire, Shaw, Ronaldo og Fred settust allir á bekkinn og í stað þeirra komu Varane, Malacia, Elanga og McTominay allir inn í byrjunarliðið. Fyrir leik gekk nýr leikmaður United, Casemiro inn á Old Trafford fyrir framan stuðningsmenn.
Liðið
Varamenn: Heaton, Maguire, Shaw, Wan-Bissaka, Fred, Van de Beek, Garnacho, Martial, Ronaldo
United – Liverpool erfið byrjun hjá erkifjendum
Ætli það sé ekki flest allt stuðningsfólk United sem hefði viljað vera komið með eins og einn sigur áður en að erkifjendurnir í Liverpool kæmu í heimsókn, já eða svo sem eins og eitt stig. Þetta á þó líka sennilega við um stuðningsfólk Liverpool en bæði lið eru án sigurs eftir tvær umferðir en Liverpool búið að gera tvö jafntefli. Leikurinn á morgun snýst þess vegna ekki bara um montréttinn á kaffistofunni daginn eftir leik heldur er ótrúlega mikilvægt fyrir bæði lið að reyna ná þessum fyrsta sigri tímabilsins. Það verður alvöru brekka sem United þarf að klífa ef liðið vinnur ekki leikinn gegn Liverpool, liðið þarf að sýna einhverjar aðrar og betri liðar á sér en liðið hefur sýnt í fyrstu tveimur leikjunum ef ekki á illa að fara. Samanlagt fóru leikir þessara liða 9-0 Liverpool í vil á seinasta tímabili og eitthvað sem þarf ekkert að rifja upp frekar, það er ekki í boði að endurtaka svipaða spilamennsku gegn erkifjendunum.
Brentford 4:0 Manchester United
Ten Hag gerði eina breytingu, Ronaldo kom inn, McTominay fór út og Eriksen fór niður á miðjuna
Varamenn: Heaton, Malacia, Varane, Wan-Bissaka, Garner, McTominay, Van de Beek, Elanga, Garnacho
Lið Brentford
United voru sterkari fyrstu mínúturnar, Brentford var alveg sátt við að sitja til baka þegar United var með boltann og sækja svo á enda var United ekkert afskaplega öruggt í vörninni frekar en fyrri daginn.
Brentford í London á morgun
Ef eitthvert okkar var bjartsýnt fyrir leiktíðina er óhætt að segja að hörmuleg frammistaða móti Brighton á Old Trafford um síðustu helgi hafi dregið þær vonir niður svo um munaði.
Slúður vikunnar sem var gott meira en slúður um að United væri á eftir Marco Arnautovic, Adrien Rabiot og nú síðast Marco Verratti hefur svo heldur betur gert stuðningsfólk fúlt og leitandi að þeim sem líst vel á eitthvað af þessum. Það vantar ekki annað en að bæta afmælisbarni dagsins, Mario Balotelli á listann til að fá alla helstu vandræðagemsa síðasta áratugar á hann. Vonum að Murtough sé ekki að lesa þetta, hann gæti fengið hugmyndir.