Jæja! United fær tækifæri til að svara fyrir ófarirnar á Emirates og verkefnið gæti orðið býsna strembið. Á morgun, fimmtudag, mæta Evrópumeistarar Chelsea í heimsókn á Old Trafford. Leikurinn hefst kl. 18:45. Formið hjá bláliðum Thomas Tuchel hefur verið fínt, en tap gegn Arsenal hefur sennilega sviðið sárt. Við eigum það að minnsta kosti sameiginlegt. Þá datt liðið úr Meistaradeildinni eftir frábært einvígi gegn Real Madrid, þar sem að Karim Benzema reyndist munurinn á liðunum. Fæst orð bera minnsta ábyrgð hvað okkar form varðar.
Enska úrvalsdeildin
Arsenal 3:1 Man Utd
Manchester United liðið fer tómhent frá London í dag. 3-1 tap niðurstaðan í leik sem að þurfti alls ekki að tapast. Öfugt við undanfarna leiki þá náði liðið að skapa sér talsvert af marktækifærum, en allt kom fyrir ekki. Dómgæslan í leiknum var ekki uppá marga fiska og stóru augnablikin féllu okkur ekki í vil, hvort sem að það var okkur að þakka eða flautugerpinu.
Rauðu Djöflarnir mæta Skyttunum
Arsenal gegn Manchester United. Í kringum aldamótin var þetta leikurinn. Wenger gegn Ferguson. Keane gegn Vieira. Tvö langbestu lið Englands að etja kappi. Umræðan fyrir viðureignir þessara liða í kringum aldamótin var eins og fyrir þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Pressan át upp öll skot og ummæli sem að hægt var að snúa útúr, eins og það þyrfti að kasta meiri olíu á eldinn. Á leikdag gerðist svo yfirleitt eitthvað sem að mátti kjamsa á – stundum bókstaflega! Það er skemmst frá því að segja að sú er ekki raunin í dag. Liðin hafa í besta falli verið sæmileg undanfarin misseri og heyja nú stórundarlega baráttu um þetta eftirsótta 4. sæti – ásamt Tottenham og West Ham. Þar standa Norður-Lundúnaliðin, Spurs og Arsenal, betur að vígi en Man Utd og West Ham.
Erik ten Hag er næsti stjóri Manchester United
Loksins er leyndarmálinu sem öll vissu ljóstrað upp.
🇳🇱👔
The new First-Team Manager of Manchester United: Erik ten Hag.#MUFC || #WelcomeErik
— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022
🇳🇱 Made in the Netherlands. Ready for Manchester.
🔴 Erik ten Hag's next step is United.#MUFC || #WelcomeErik pic.twitter.com/SwsCwFja10
— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022
Fylgst með Ten Hag
Lið hans Ajax spilaði á páskadag til úrslita um hollenska bikarinn gegn PSV Eindhoven.
Liverpool 4:0 Manchester United
Ralf hafði jafn litla trú á hópnum og við og stillti upp fimm manna vörn
Varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Lingard (10′), Mata, McTominay, Garnacho, Hannibal(84′), Sancho (45′)
Liverpool stillti svona upp
Það tók innan við fimm mínútur fyrir Liverpool að komast yfir. United vörnin var flöt rétt innan við miðju og þetta var ekki einu sinni gagnsókn, bara hröð sókn upp á vinstri kanti United, Dalot varð aleinn eftir og Diaz var kominn langt framúr miðvörðunum öllum og átti auðvelt með að skora úr fyrirgjöfinni. Skelfilega skelfileg varnarvinna.