Við, og þá oftast ofanritaður, hefur oft gripið til frasans „Orrustan um Ísland“ þegar leikur við Liverpool er framundan en það er ekki hægt að réttlæta það í dag. Leikurinn á morgun snýst um tvennt. Liðin í kringum United virðast staðráðin í að gera kapphlaupið um meistaradeildarsætið spennandi og United á enn góða möguleika að ná því og hvert stig er dýrmætt. En fyrir sum okkar sem horfa ákveðnum augum á fótboltann rennur hugurinn aftur til 1992 þegar United fór á Anfield og titilvonir United sem voru nær engar fyrir voru endanlega slökktar. Liverpool er búið að vinna einn bikar nú þegar, er í undanúrslitum og úrslitum í Meistaradeild og bikar, og gerir atlögu að Manchester City í deildinni.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 3:2 Norwich City
Í dag fór fram deildarleikur Manchester United og Norwich City á Old Trafford en Ralf Rangnick neyddist til að gera örfáar breytingar á liðinu vegna meiðsla og því stillti hann upp liðinu svona:
Á bekknum voru svo þeir Dean Henderson, Juan Mata, Aaron wan-Bissaka, Eric Bailly, Phil Jones, Marcus Rashford, Hannibal Mejbri, Nemanja Matic og Alejandro Garnacho.
Norwich, sem fyrir leikinn voru komnir með bakið ansi þétt upp við vegginn, stilltu upp í 4-2-3-1 rétt eins og United. Dean Smith valdi eftirtalda 11 leikmenn í von Kanarífuglanna um að hafa stig af United á Old Trafford í dag:
Kanarífuglarnir mæta Rauðu djöflunum
Það hefur hreint ekki verið upp á marga fiska að fylgjast með Man United að undanförnu og leikir liðsins hafa alls ekki náð að vekja mikla spennu fyrir margan stuðningsmanninn. Endalausir orðrómar um sundrung í klefanum, í bland við ýmsar sögur um mögulega og ómögulega framtíðarstjóra félagsins og slúður um skoðanir leikmanna og fyrrum leikmanna liðsins um hver eigi að taka við skútunni ásamt því að liðið er hér um bil dottið úr öllum keppnum, hefur gert það að verkum að lítil sem engin eftirvænting er eftir næsta leik.
Everton 1:0 Man Utd
Manchester United skráði sig úr leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti eftir sanngjarnt 1-0 tap á Goodison Park rétt í þessu. Frammistöðunni verður best lýst sem andlausri og mögulega spaugilegri. Ég gæti sennilega bara smellt á copy/paste af einhverri gamalli skýrslu og skellt hér inn, því að þetta var bara endurtekið efni. Hér er tölfræði af Twitter sem að gefur góða mynd af því sem að gekk á, en hún dekkar þó bara fyrri hálfleikinn:
Heimsókn á Goodison Park
Eftir stórkostlega og æðislega skemmtun um síðustu helgi gegn Leicester City er komið að næsta verkefni. Við kíkjum til Liverpool og etjum kappi við lærisveina Frank Lampard í Everton. Leikurinn hefst kl. 11:30 á morgun, laugardag. Þeir bláklæddu úr Bítlaborginni hafa verið hreint út sagt afleitir að undanförnu og veita United ansi harða samkeppni hvað varðar ömurlegan rekstur og framtíðarsýn. Liðið er í harðri baráttu við falldrauginn og tapaði fallbaráttuslag við Burnley í síðustu umferð, þar sem að liðið leiddi 2-1 en hélt ekki út og fékk á sig sigurmark á 85. mínútu. Væri ekki alveg dæmigert fyrir okkar menn að blása lífi í leik Everton með því að mæta með hangandi haus á Goodison? Vonum að svo verði ekki!