Erik ten Hag stillti upp óbreytt lið frá síðustu helgi og var ekkert að flækja hlutina.
Á bekknum voru þeir : Bayindir, Evans, de Ligt, Eriksen, McTominay, Garnacho, Antony og Zirkzee.
Heimamenn stilltu upp upp í 4-2-3-1:
Á tréverkinu: Rushworth, Webster, Igor, Lamptey, Baleba, Rutter, Enciso, Ayari og Adingra.
Fyrri hálfleikur
Bæði lið voru að þreifa fyrir sér fyrstu mínúturnar en pressa okkar manna var góð framan af og setti varnarlínu heimamanna oft í vesen. Fyrsta skotið kom þó frá heimamönnum þegar boltinn barst til Joao Pedro nokkuð fyrir utan vítateigsbogann en skotið var laust og svolítið framhjá markinu. Hins vegar fengu gestirnir gott tækifæri eftir útspark frá Onana. Diogo Dalot vann skallaboltann og fleytti boltanum upp vinstri kantinn og náði boltanum sjálfur og kom með ágætis fyrirgjöf á Amad Diallo en skot hans var ónákvæmt og framhjá markinu.