Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni þegar United tekur á móti Everton á morgun, 1. desember. Hann vonast eftir til að fylgja eftir sigrinum á Bodo/Glimt á fimmtudag og fá fleiri leikmenn úr meiðslum.
Enska úrvalsdeildin
Nýr þjálfari – gömul úrslit
Ruben Amorim hefði ekki getað óskað sér betri byrjunar – eftir 81 sekúndu hafði Marcus Rashford komið Manchester United yfir. En eftir sem á leið sáust gamlir taktar – það er hugmyndasnauður sóknarleikur og óheppnir andstæðingar.
Er Amorim Amorhim?
Þá er komið að því fyrsti leikur Ruben Amorim maðurinn með bara eitt jafntefli á þessu tímabili sem hræðir mig pínu miðað við gengi okkar á þessu tímabili.
Á blaði virðist heimsókn á Portman Road auðveld. Þar hittum við fyrir Kieran McKenna sem var U-18 þjálfari hjá okkur 2016-2018 og svo í þjálfarateymi Ole þangað til honum var boðin staðan hjá Ipswich í desember 2021 og einnig er fyrrum leikmaður og fyrrum heimsmets hafinn Axel Tuanzebe á málum hjá traktorastrákunum (hann átti heimsmet í að klára hungry hungry hippos leik á stystum tíma).
Manchester United 3:0 Leicester City
Liðið sem byrjaði þennan síðasta leik undir stjórn Ruud van Nistelrooy
Leikurinn var afskaplega tíðindalaus framan af, United meira með boltann en vantaði að gera eitthvað að ráði upp við teig. Leicester átti alveg sóknir en ógnuðu ekki. Það þurfti eitthvað sérstakt til að breyta þessu og það kom á 16. mínútu. United fékk innkast frá vinstri, Bruno fékk boltann gaf á Amad sem átti netta hælsendingu aftur á Bruno sem sá tækifærið við vítateigshornið og smellti hörkuskoti í hornið fjær. 1-0 fyrir United.
Manchester United 2:0 PAOK – Loksins sigur í Evrópu
Manchester United tók á móti PAOK í næstsíðasta leik Ruud van Nistelrooy sem starfandi knattspyrnustjóra United. Evans og Lindelöf voru byrjuðu óvænt sem miðvarðarpar í kvöld. Marcus Rashford fór á bekkinn og Amad Diallo fékk loksins að byrja aftur eftir töluverða bið. Með Diallo á hægri kantinum þá var Alejandro Garnacho færður í sína uppáhalds stöðu á vinstri kantinum.