Loksins er leyndarmálinu sem öll vissu ljóstrað upp.
https://twitter.com/ManUtd/status/1517083257539637248
https://twitter.com/ManUtd/status/1517088504525860864
Fylgst með Ten Hag
Lið hans Ajax spilaði á páskadag til úrslita um hollenska bikarinn gegn PSV Eindhoven.
Eflaust eru einhverjir betur inni í hollenskum fótbolta og Ajax heldur en ég, en undanfarna mánuði hafa skapast nokkur tækifæri til að horfa á Ajax. Samhliða hrakförum Manchester United gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni gat ég haft annað augað á Ajax – Benfica. Það kvöld lá Ajax á Benfica, vann boltann hátt og átti sæg af tækifærum en að lokum var það annar eftirsóttur einstaklingur, Darwin Nunez, sem skoraði úr eina færi Benfica.