Liverpool eru erkiféndurnir, City er borgarslagurinn, en Leeds? Leeds er hatrið.
Á morgun mætir Manchester United á Elland Road í fyrsta skipti fyrir framan áhorfendur síðan í október 2003. Þetta er annað ár Leeds í úrvalsdeild síðan þá en útaf soltlu fór leikurinn á síðasta tímabili fram fyrir tómum stúkum. Leikmenn United þurfa því í fyrsta sinn að kynnast hvernig það er að spila fyrir framan áhorfendur sem virkilega virkilega hata United.