Þetta ætlar ekki að takast
Það jákvæða er að framfarir eru vel sýnilegar á leik Manchester United. En það er dýrt að klúðra dauðafærum og láta dæma af sér tvö gegn botnliðinu sem að auki nýtir sitt eina færi.
Ralf Rangnick gerði tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United gegn Burnley í gærkvöldi frá leiknum gegn Middlesbrough á föstudag. David de Gea kom inn í stað Dean Henderson og Edinson Cavani byrjaði frammi í staði Cristiano Ronaldo. Seinni breytinguna skýrði Ralf með því að gegn Burnley væri þörf á mörgum stuttum sprettum en spurningin er hvort Ronaldo hafi í raun verið settur á bekkinn eftir að hafa ekki skorað í fjórum leikjum í röð.