Manchester United missteig sig í hundraðasta sinn, að því er virðist, á tímabilinu. Dýrlingarnir frá Southampton komu á Old Trafford og sóttu verðskuldað stig. Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan og ofsalega lítið við henni að segja. Það verður ólíklegra með hverjum leiknum sem líður að næsti stjóri United erfi lið sem að spilar í Meistaradeildinni tímabilið 2022-23. Grátlegt, en svona er þetta nú stundum.
Enska úrvalsdeildin
Ralf vs. Ralph – Southampton á morgun
Manchester United tekur í hádeginu á morgun á móti Southampton. Stjórar liðanna eru gamlir samherjar.
Eftir að hafa komið RB Leipzig upp í efstu deild í Þýskalandi vildi Ralf Rangnick stíga til hliða og einbeita sér að framkvæmdastjórastöðunni. Við af honum tók Ralph Hasenhüttel. Hasenhüttel hélt í hefðir RB-veldisins með kraftmiklum hápressu. Það skilaði árangri, liðið varð í öðru sæti og komst í Meistaradeildina.
Burnley 1:1 Manchester United
Þetta ætlar ekki að takast
Það jákvæða er að framfarir eru vel sýnilegar á leik Manchester United. En það er dýrt að klúðra dauðafærum og láta dæma af sér tvö gegn botnliðinu sem að auki nýtir sitt eina færi.
Ralf Rangnick gerði tvær breytingar á byrjunarliði Manchester United gegn Burnley í gærkvöldi frá leiknum gegn Middlesbrough á föstudag. David de Gea kom inn í stað Dean Henderson og Edinson Cavani byrjaði frammi í staði Cristiano Ronaldo. Seinni breytinguna skýrði Ralf með því að gegn Burnley væri þörf á mörgum stuttum sprettum en spurningin er hvort Ronaldo hafi í raun verið settur á bekkinn eftir að hafa ekki skorað í fjórum leikjum í röð.
Burnley annað kvöld
Ekki þýðir að dvelja lengi við hrakfarirnar gegn Middlesbrough í bikarnum um helgina. Komið er að næsta leik sem er gegn Burnley á Turf Moor.
United getur tekið það með sér út úr leiknum gegn Boro að hafa skapað sér nóg af færum, að sögn Ralf Rangnick til að skora sex mörk í venjulegum leiktíma. Boro tókst hins vegar að slefa inn í vítakeppni og hafa þar betur. Slík úrslit eru einkennandi fyrir „eitt skref áfram – tvö afturábak“ stöðuna sem United hefur verið fast í nú í tæpan áratug.
Manchester United 1:0 West Ham United
Manchester United tók á móti West Ham United á Old Trafford í dag í miklum baráttuleik sem skipti töluverðu máli fyrir komandi Meistaradeilarsætisbaráttu hjá báðum liðum. Eftir mikinn og misskemmtilegan baráttuleik stefndi allt í markalaust jafntefli þegar Marcus Rashford poppaði upp á réttum stað á réttum tíma og stýrði flottri fyrirgjöf Cavani í netið af stuttu færi á lokasekúndum uppbótartíma. Alvöru baráttusigur og United skellti sér í fjórða sætið í bili.