Það lak, það var tilkynnt, og svo staðfest og núna loksins er það raungert.
Ralf Rangnick verður í fyrsta skiptið á hliðarlínunni á Old Trafford sem framkvæmdastjóri Manchester United á morgun þegar Patrick Viera mætir með Crystal Palace lið sitt.
Við höfum velt fyrir okkur hvort Rangnick hafði hönd i bagga með liðsvalinu gegn Chelsea og Arsenal, og sýnist sitt hverjum. Hvað fór á milli þeim Carrick í klukkutíma símtali á miðvikudaginn? En á morgun verður enginn vafi. Þetta verður lið Rangnick.