Annað laugardags hádegið í röð spilar Manchester United á heimavelli, nú gegn Everton. Vonandi verður niðurstaðan betri en síðasta laugardag þar sem allt fór í vaskinn United megin á lokakafla leiksins, 0-1 tap niðurstaðan. Leikurinn á morgun verður strembinn þar sem Everton hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu, tapað aðeins einum leik og situr við hlið United í töflunni með sama stigafjölda. Leikurinn hefst kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Enska úrvalsdeildin
Liðið gegn Villarreal
Manchester United mætir Villarreal í Meistaradeild Evrópu, kl. 19:00. Leikurinn er liður í annarri umferð keppnarinnar en okkar menn töpuðu fyrsta leik í Sviss, gegn Young Boys. Inn í byrjunarliðið koma þeir Alex Telles, Diogo Dalot og Jadon Sancho.
Byrjunarlið Man Utd:
Áfram Manchester United!
Manchester United 0:1 Aston Villa
Í hádeginu í dag tók Manchester United á móti Aston Villa en á undanförnum árum hefur gengi Villa manna á Old Trafford ekki verið upp á marga fiska. Leikir þessara liða hafa þó oft boðið upp á ágætisskemmtun og því ekki ólíklegt að sú yrði raunin í dag. Hins vegar var fyrsta korterið afskaplega takmörkuð skemmtun þar sem bæði lið virtust vera að þreifa fyrir sér og reyna að ná smá fótfestu.Ole Gunnar Solskjær gerði aftur 11 breytingar á liðinu frá því í miðri viku og stillti upp í 4-2-3-1:
Aston Villa mæta í hádegisveislu á Old Trafford
Eftir fyrstu fimm deildarleiki þessa veturs situr United í 3. sæti með 13 stig, rétt eins og Chelsea og Liverpool sem þó hafa +2 í markatölu á okkur. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en United þrátt fyrir að liðið hafi ekki fengið eitt einasta víti það sem af er leiktíðar. Þetta kann að hljóma eins og draumastaða en dapurt tap varaliðsins í deildarbikarnum í vikunni og súr byrjun á Meistaradeildinni í Sviss varpa skugga á annars fínt gengi í deild. Þá hefur spilamennska liðsins einnig verið gagnrýnd en liðið hefur engu að síður einungis tapað tveimur stigum í fimm leikjum þrátt fyrir að liðið hafi ekki spila eftir getu í þeim öllum.
Manchester United 0:1 West Ham United
Liðið var eins og spáð hafði verið, albreytt frá síðasta leik
Varamenn: Heaton, Jones, Wan-Bissaka, Bruno (72′), McTominay, Elanga (72′), Greenwood (61′)
Lið West Ham var líka að mestu breytt
Leikurinn var tíðindalítill framan af, West Ham aðeins sókndjarfari, fengu næstum færi á 7. mínútu þegar Yarmolenko skaut í Bailly og tveimur mínútum síðar kom mark. West Ham fór upp hægra megin, Fredericks var kominn á öfugan kant og fór auðveldlega framhjá þremur varnarmönnum. Alex Telles var einna sekastur í að hleypa honum í gegn. Fredericks komst upp að endamörkum við markteigslínuna, gaf út í teiginn og þar var Lanzini algerlega óvaldaður og skoraði auðveldlega. Hrikalega slök varnarvinna þar og West Ham komið með forystuna.