Það molnar sífellt undan deildarbikarnum og kæmi líklega fáum á óvart ef stóru liðin hættu þátttöku eða settu U-23 alfarið í keppnina, líkt og þau eru núna í framrúðubikar neðri deilda. En það er ekki enn komið að þeim tíma og Manchester United mætir West Ham í annað skiptið á fjórum dögum á morgun.
Það gerir þó enginn ráð fyrir að liðin verði eitthvað lík því sem þau voru á sunnudaginn. Nú þegar er búið að tilkynna að Anthony Elanga og Alex Telles verði í hópnum og búist er við að Phil Jones verði það líka á sinni löngu leið tilbaka úr meiðslum. Það er þó ekki endilega það sama og að þeir byrji og við skjótum á að liðið verði albreytt.