Ofsalega slöpp frammistaða enn einu sinni þegar Manchester United tapaði verðskuldað fyrir Watford. Það gengur ekkert upp þessa dagana. United hefði getað verið meira undir í hálfleik og glundraði svo tækifærum til að jafna leikinn í 2-2 áður en Maguire lét reka sig af velli og Watford kláraði leikinn á endanum 4-1. Þetta hlýtur nú að fara að verða gott hjá Norðmanninum.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United heimsækir Watford
Eftir síðasta landsleikjahléð í bili heldur lífið í enska boltanum áfram sinn vanagang. Piltarnir í Manchester United halda suður á bóginn og heimsækja Hertfordskíri, norðan Lundúna, til að spila deildarleik við Watford. Leikurinn hefst á hinum klassíska tíma, klukkan 15:00 á laugardegi. Dómari leiksins verður Jonathan Moss.
Solskjær er enn stjóri Manchester United. Eftir tapið hrikalega gegn Liverpool fengu ansi margir stuðningsmenn nóg og slúðrið um að brottrekstur væri yfirvofandi hékk yfir honum. Einhverjir miðlar fjölluðu um að Solskjær fengi næstu þrjá leiki, fram að landsleikjahléi, til að bjarga starfinu. En úrslitin úr þeim leikjum voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mjög öruggt tap gegn Manchester City eftir að liðið hafði rétt bjargað stigi gegn Atalanta á útivelli í Meistaradeildinni. Vissulega hafði fyrsti leikurinn verið öruggur sigur á Tottenham sem gagnaðist Solskjær að því leyti að það varð til þess að Spurs rak sinn stjóra og réð einn þeirra sem virtist vera ofarlega á blaði til að taka við af Solskjær ef hann væri rekinn. Conte er líklega einn af fáum stjórum sem gæti tekið þennan núverandi hóp Manchester United og unnið ensku úrvalsdeildina með honum.
Man Utd 0:2 Man City
Jæja. Þessi leikur tapaðist. 0-2 tap gegn bláa liðinu í Manchester og það var svosem alvitað að verkefnið væri erfitt. Sigurinn var nákvæmlega aldrei í hættu og átti að vera miklu stærri.
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United
Manchester City
Fyrri hálfleikur
Það var ljóst frá upphafi að United liðið myndi halda lítið sem ekkert í boltann í leiknum. Þó voru það okkar menn sem áttu fyrsta hálf færi leiksins. Þá átti Luke Shaw ágætis aukaspyrnu inn á teig City og Harry Maguire vann skallaeinvígi við Ruben Dias en boltinn fór talsvert framhjá markinu. Kannski ætluðum við bara að standa upp í hárinu á City?
Grannaslagur á Old Trafford
Þá er komið að því. Hádegisleikur á laugardegi og mótherjinn er býsna sterkur. Boðflennur morgundagsins eru nefnilega háværu nágrannarnir í Manchester City og Pep Guardiola. Leikurinn hefst kl. 12:30.
Það væri haugalygi að segja að bjartsýnin sé mikil hjá undirrituðum, en Ole Gunnar Solskjær hefur átt ágætu gengi að fagna gegn City síðan að hann tók við stjórnartaumunum árið 2018. Í þeim átta leikjum sem að Solskjær og Guardiola hafa mæst þá hefur Solskjær unnið fjórum sinnum, gert eitt jafntefli og tapað þrisvar.
Tottenham 0:3 Manchester United
Fyrir leikinn í dag mátti gera ráð fyrir því að Solskjær og hans menn vildu ólmir svara fyrir hörmungina um síðustu helgi en ólíklegt að liðið yrði óbreytt. Það hefur hins vegar eflaust komið mörgum á óvart að Solskjær gerði bara 2 mannabreytingar en Varane og Cavani komu inn í stað Rashford og Greenwood sem báðir voru á bekknum.
Hins vegar ákvað sá norski að breyta í 3-5-2 eða 3-4-1-2 með Bruno í holunni fyrir aftan Cavani og Ronaldo.