Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik.
Enska úrvalsdeildin
Heimsókn á Molineux á morgun
Á morgun kl. 15:30 mæta okkar menn liði Wolves. Fellur þessi leikur í algjörann skugga tíðinda gærdagsins þar sem staðfest var að sjálfur Cristiano Ronaldo væri að mæta aftur á Old Trafford sem leikmaður Manchester United. Ótrúleg félagsskipti sem virðast einungis hafa gengið í gegn á örfáum klukkustundum. Farið var yfir hvað gekk á í gær og þá nýju tíma sem framundann eru hjá United með Ronaldo innanborðs í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar.
Southampton 1:1 Manchester United
Í kvöld fór fram annar leikur okkar á tímabilinu en að þessu sinni heimsótti liðið þéttsetinn St. Mary’s völl í Southampton. Mikil eftirvænting var meðal stuðningsmanna United eftir leiknum enda var mögulegt að bæði Varane og Sancho fengju fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliðinu. Solskjær gerði vissulega tvær breytingar á liðinu sem vann Leeds mjög sannfærandi 5-1 um síðustu helgi en eflaust komu þessar skiptingar flestum á óvart. Nemanja Matic kom inn fyrir McTominay og Martial kom inn í stað Daniel James. Nýju stjörnurnar því bara á bekknum:
Á bekknum voru þeir Heaton, Dalot, Varane, James, Lingard, Mata, McTominay, van de Beek og Sancho.
United mæta dýrlingunum
Næsti deildarleikur Manchester United fer fram á morgun en þá heldur liðið suður með sjó og mætir á Saint Mary’s völlinn í Southampton. Eftir griðarlega skemmtilegan og sterkan 5-1 heimasigur gegn Leeds undir stjórn Marcelo Bielsa situr United á toppi deildarinnar (þó einungis eftir einn leik) og má gera ráð fyrir því að þau úrslit hafi ekki gert neitt nema aukið sjálfstraust liðsins. Raphael Varane var kynntur fyrir leikinn og reif upp stemminguna fyrir leik og Jadon Sancho fékk örfáar mínútur og var nálægt því að fagna þeim mínútum með stoðsendingu en nánari úttekt á leiknum var tekin fyrir í síðasta Djöflavarpi vikunnar.
Manchester United 5:1 Leeds United
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.