Það er þungt yfir rauða hluta Manchesterborgar þessa dagana og það sama á við um þann hluta Lundúna sem Rauðu djöflarnir koma til með að heimsækja á morgun. Því að í síðdegisleiknum á morgun fer fram „El Sackico“ eins og enska pressan er farinn að kalla þennan leik, enda róa stjórar liðanna sannkallaðan lífróður til að halda sæti sínu að minnsta kosti að sinni.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 0:5 Liverpool
Við byrjum á yfirferð um leikinn, þið sem ekki þurfið að sjá hana getið hraðskrunað niður í Hvað nú kaflann
Ole Gunnar Solskjær var með það á hreinu hvaða leikmönnum hann treysti best í stórleikinn, liðið var óbreytt frá leiknum við Atalanta
Varamenn: Henderson, Bailly, Dalot, Lingard, Matic, Pogba, Van de Beek, Cavani, Sancho
Lið Liverpool er
Það var strax á fjórðu mínútu að þessi besta sóknaruppstilling United var næstum búin að bera árangur. Fred og Ronaldo komu upp vinstra megin og boltinn kom til Greenwood sem framlengdi til Bruno Fernandes hægra megin í teignum, aleinn móti Alisson en bombaði boltanum upp í stúku. Hrikalegt klúður og afdrifaríkt því Liverpool var ekki með lélegri sókn á pappírnum og tóku ekki nema mínútu í að refsa þessu harkalega. komu í hraða sókn, vörnin var í tómu tjónu, Salah fékk boltann óvalduður, Luke Shaw var í miðvarðarstöðu allt of langt frá Salah og síðan alltof langt frá Keita sem fékk fína sendingu frá Salah og átti auðvelt með að renna boltanum fram hjá De Gea.
Áfram gakk! Liverpool á morgun.
Leikjatörnin sem nú stendur yfir er erfið, það var vitað og á morgun er risaleikur. Liverpool kemur á Old Trafford þar sem Orrustan um Ísland verður háð.
Umræðan undanfarið hefur ekki farið framhjá neinum en góður sigur á miðvikudaginn hefur aðeins dregið úr henni og í dag einbeitum við okkur að því að hugsa umleikinn á morgun. Leikurinn á miðvikudaginn sýndi að umfram allt er United lið Ole Gunnars Solskjær stemmingslið. Þegar gefur á bátinn og þarf að rífa upp stemminguna í alvöruleik þá gerist eitthvað sérstakt.
Leicester 4:2 Man Utd
Jæja… Ekki var þetta skemmtilegt. Okkar menn fara tómhentir frá King Power vellinum í Leicester og áttu nákvæmlega ekkert annað skilið. 4-2 tap niðurstaðan og laugardagurinn varð pínu verri. Það er misjafnt hvar stuðningsfólk stendur varðandi stuðning sinn í garð stjórans, en það hækkaði allavega um 5 gráður undir Ole Gunnar Solskjær eftir afleita frammistöðu í dag.
Djöfulleg heimsókn til rebba á morgun
Klukkan 14:00 á morgun mætir United á King Power Stadium í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og mætir Leicester. Eftir fjóra heimaleiki í röð er komið að útileik hjá okkar mönnum. Spennandi verður að sjá hvernig liðið mætir til leiks eftir “langt” landsleikjahlé, mörgum til mikillar ama. Eins og fyrr segir mætum við Leicester sem hafa ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabils þrátt fyrir að vera búnir að landa fyrsta titlinum sem var í boði á tímabilinu í hús, Samfélagsskildinum.