Enska úrvalsdeildin
Uppgjör tímabilsins 2020/21
Betra seint en aldrei sagði einhver. Ritstjórn Rauðu djöflanna lagðist yfir nokkrar spurningar til að líta um öxl og leggja sína gagnrýni á tímabilið. Leikmannakaup og pælingar varðandi næsta tímabil fá að bíða um sinn.
Hver er þín skoðun á tímabilinu í heild? Hverjar voru helstu framfarirnar og mestu vonbrigði tímabilsins?
Frikki
Í fljótu bragði er auðvelt að benda á að öruggt 2. sæti frá janúarglugganum er betra en að ná 3. sæti í lokaumferðinni. En heilt yfir er tímabilið búið að vera bæting frá því síðasta og vissulega ákveðnar framfarir hjá liðinu. Taplausir á útivelli og að vera með 31 stig úr leikjum þar sem við lendum undir verður að teljast merki þess að þrautseigja einkenni þetta United lið. Þá voru framfarir í sóknarleik liðsins enda raðaði liðið inn 121 marki í öllum keppnum á tímabilinu. Vonbrigði tímabilsins geta talist nokkur, t.d. að falla út úr Meistaradeildinni eftir afdrifarík mistök í Tyrklandi eða úrslitaleikurinn gegn Villareal.
Jadon Malik Sancho er orðinn leikmaður Manchester United
Þá er það loksins komið á hreint, eltingaleiknum og orðrómunum er lokið. Jadon Malik Sancho er orðinn nýjasti meðlimur United fjölskyldunnar. Eftir látlausan orðróm og fréttaflutning svo mánuðum skiptir í einni lengstu og leiðinlegustu sögu liðsins þegar kemur að leikmannakaupum og misheppaða tilraun til að ná samkomulagi við Dortmund á síðasta ári er englendingurinn knái loksins búinn að skrifa undir saming til ársins 2026.
Tímabilið klárast á úrslitaleik í Gdańsk
Eftir 60 leiki spilaða í öllum keppnum og 120 mörk skoruð er komið að lokaleik tímabilsins hjá Manchester United. Síðasti leikurinn er sjálfur úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni með tækifæri til að enda tímabilið á hápunkti og tryggja sér um leið sæti í fyrsta styrkleikahópi fyrir Meistaradeildina á næsta tímabili.
Leikurinn fer fram annað kvöld, miðvikudaginn 26. maí, og hefst klukkan 19:00. Dómarinn í leiknum verður Clément Turpin frá Frakklandi.
Wolverhampton Wanderers 1:2 Manchester United
Það var algert varalið sem byrjaði síðasta leikinn í deildinni í vetur. Augu Solskjær eru á úrslitaleiknum á miðvikudaginn.
Varamenn: Grant, Fish (90+5′), Lindelöf, Wan-Bissaka, McTominay, Shola (82′), Hannibal (82′), Greenwood, Rashford
Lið Wolves
Fyrsta færið féll í skaut United og það var Anthony Elanga í sínum öðrum leik sem fékk upplagt tækifæri til að skora sitt fyrsta mark. Dan James kom bolatnum inn á teiginn, Elanga tók við boltanum með bakið að marki, snéri vel en hamraði svo hátt yfir af stuttu færi. Það var á 7. mínútu og það tók hann aðeins aðrar sex að bæta úr þessu. Aftur var Dan James að verki vinstra megin, kom upp og gaf frábæran bolta fyrir, þver bolti og rétt í höfuðhæð og Elanga stangaði boltann inn á ferðinni.