Liðið var eins og spáð hafði verið, albreytt frá síðasta leik
Varamenn: Heaton, Jones, Wan-Bissaka, Bruno (72′), McTominay, Elanga (72′), Greenwood (61′)
Lið West Ham var líka að mestu breytt
Leikurinn var tíðindalítill framan af, West Ham aðeins sókndjarfari, fengu næstum færi á 7. mínútu þegar Yarmolenko skaut í Bailly og tveimur mínútum síðar kom mark. West Ham fór upp hægra megin, Fredericks var kominn á öfugan kant og fór auðveldlega framhjá þremur varnarmönnum. Alex Telles var einna sekastur í að hleypa honum í gegn. Fredericks komst upp að endamörkum við markteigslínuna, gaf út í teiginn og þar var Lanzini algerlega óvaldaður og skoraði auðveldlega. Hrikalega slök varnarvinna þar og West Ham komið með forystuna.