Á morgun lýkur löngu og stífu deildartímabili. United byrjaði skelfilega eftir alltof litla hvíld og lítinn undirbúning. En svo tók land að rísa og um tíma tyllti liðið sér á toppinn. En það var skammlíft og á endanum er traust annað sæti það sem við sættum okkur við, ekki síst þar sem sést hvar pottur er brotinn í hópnum. Það er eitthvað sem bíður lausnar í sumar og ef marka má slúðrið sem flæðir sem aldrei fyrr vita aðrir það líka. Það verður nóg um það síðar.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:1 Fulham – Fyrsti leikur með áhorfendum
Manchester United tók á móti fallliði Fulham á Old Trafford í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti með áhorfendum í ca. 14 mánuði. Leikurinn sem slíkur skipti hvorugt liðið máli en Fulham var þegar búið að falla og United búið að tryggja sér Meistaradeilarsætið fyrir nokkru síðan. Þar sem Manchester City var búið að vinna titilinn var eina spurningin hvort United myndi enda í 2. eða 3. sætinu. Þar sem þessi leikur endaði í jafntefli þurfti að treysta á sigur Chelsea eða stig í lokaumferðinni. Þar sem Chelsea sigraði Leicester varð 2. sætið tryggt.
Falllið mætir í heimsókn
Næst síðasta umferð Ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun kl. 17:00 með leik okkar manna gegn föllnu liði Fulham á Old Trafford. Mjög óspennandi leikur líkt og flestir þeir leikir sem eftir eru í deildinni. Það er þá ekki nema fyrir þau þrjú lið sem eru fyrir aftann okkur í töflunni. Liverpool, Chelsea og Leicester sem berjast um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Manchester United 2:4 Liverpool
United stillti upp sterkasta liði
Varamenn: De Gea, Alex Telles, Tuanzebe, Williams, Amad, Mata, Matic, Van de Beek, Greenwood
Liverpool liðið
Snemma í leiknum komst Firmino inn í teig og skaut að marki, Bailly renndi sér fyrir boltann með hendur á eðlilegum stöðum þannig þegar boltinn fór í hendi hans var að sjálfsögðu ekkert dæmt. Rétt á eftir var Alisson með boltann, gaf lélega sendingu sem Cavani komst inn í en skot hans var úr ójafnvægi og fór framhjá. Fjör strax.
Manchester United 1:2 Leicester City
Eins og búist var við gerði Manchester United 10 breytingar frá síðasta leik, Amad Diallo lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og Anthony Elanga, 19 ára Svíi sinn fyrsta leik fyrir Manchester United. Elanga verður þannig 14. leikmaðurinn úr unglingaliðinu sem fær að þreyta frumraun sína undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.
Varamenn: Henderson, Lindelöf, Shaw, Wan-Bissaka, Bruno Fernandes, McTominay, Pogba, Cavani, Rashford