Tveimur dögum eftir góðan sigur á Aston Villa og tveimur dögum á undan fjandaslagnum gegn Liverpool tekur Manchester United á móti Leicester City. Leikurinn skiptir öllu máli fyrir gestina en litlu máli fyrir Rauðu djöflanna þökk sé Gylfa og félögum hans í Everton sem sigraði West Ham um helgina. Leicester einfaldlega verður að vinna tvo og gera eitt jafntefli í leikjunum sem liðið á eftir til þess að komast aftur Meistaradeildina og með því tryggja fimmtudagsfótbolta á Anfield næsta árið.
Enska úrvalsdeildin
Aston Villa 1:3 Manchester United
Ole Gunnar Solskjær stillti upp svo gott sem sterkasta liði okkar fyrir leikinn í Birmingham. Cavani var sennilega eini sem var á bekknum sem ætti tilkall inn í okkar sterkasta lið. Það má því draga þá ályktun miðað við uppstillinguna að Ole vilji klára annað sætið sem allra fyrst til að geta einbeitt sér að úrslitaleiknum í lok leiktíðar.
Bekkur: De Gea, Bailly, Telles, Tuanzebe, Williams, Matic, van de Beek, Cavani og Mata.
Þríþrautin hefst í Birmingham
Á slaginu 13:05 á morgun hefst strembnasti partur tímabilsins álagslega séð. Þrír heilir leikir á 104 klst. sem er sjald séð í knattspyrnu heiminum nema þá á yngriflokka túrneringum. Fyrsti leikurinn er gegn Aston Villa í Birmingham á morgun, svo er það Leicester á þriðjudaginn og frestaði leikurinn gegn Liverpool á fimmtudaginn. Báðir þeir leikir eru á Old Trafford sem gerir þetta örlítið þægilegra miðað við aðstæður. Okkar menn eru með nokkuð þægilega forrustu í öðru sæti deildarinnar. United þarf einungis sjö stig til viðbótar úr síðustu fimm leikjunum til að tryggja það, miðað við núverandi stöðu. Miðað við gengi liðsins á tímabilinu hingað til með aðeins 4 tapleiki í deild tel ég ólíklegt að við glutrum öðru sætinu úr greipum okkar þrátt fyrir strembna leikjatörn framundann.
Liverpool leiknum frestað um óakveðinn tíma
Fjölmenn mótmæli á Old Trafford í dag urðu til þess að leik United og Liverpool var frestað
Nokkur fjöldi stuðningsmann komst inn á leikvanginn og mótmælti þar eigendum United. Að auki voru mótmæli við liðshótel United og fór á endanum svo að leiknum hefur verið frestað.
Áformin um Ofurdeildina hafa kristallað hversu óásættanlegir eigendur Glazer fjölskyldan er og Rauðu djöflarnir standa með mótmælendum eins og Roy Keane og Gary Neville gerðu í beinni útsendingu á Sky
Liverpool í heimsókn
Fráfarandi meistarar Liverpool koma í heimsókn á Old Trafford á morgun. Slagurinn um Ísland hefur oft verið merkingarmeiri en í þetta skiptið og þó. Ef Manchester City vinnur Crystal Palace á útivelli í hádeginu á eftir getur Liverpool endanlega gert úti um vonir United á titlinum með sigri á morgun. Þetta væri svipað því þegar ég vaknaði upp 33ja ára að aldri og áttaði mig á að atvinnumannsdraumurinn væri líklega endanlega úti. Langræknir muna eftir 1992 og óþarft að rifja það upp nú.