Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.