Eftir 60 leiki spilaða í öllum keppnum og 120 mörk skoruð er komið að lokaleik tímabilsins hjá Manchester United. Síðasti leikurinn er sjálfur úrslitaleikurinn í Evrópudeildinni með tækifæri til að enda tímabilið á hápunkti og tryggja sér um leið sæti í fyrsta styrkleikahópi fyrir Meistaradeildina á næsta tímabili.
Leikurinn fer fram annað kvöld, miðvikudaginn 26. maí, og hefst klukkan 19:00. Dómarinn í leiknum verður Clément Turpin frá Frakklandi.