Ef vika er langur tími í pólitík þá eru sex mánuðir stundum óratími í fótbolta. Fyrir rétt rúmu hálfu ári kom José Mourinho í heimsókn með Tottenham liðið sitt á Old Trafford. United átti frábæra byrjun en Tottenham svaraði rækilega fyrir sig, Anthony Martial var rekinn útaf og í leikslok var staðan 1-6 og United var með þrjú stig eftir þrjá leiki og í 16. sæti í deild. Litið var framhjá því að United hafði varla fengið nokkuð undirbúningstímabil, né heldur frí frá síðustu leiktíð sem lauk í ágúst og kallað var eftir höfði Ole Gunnars Solskjærs.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 2:1 Brighton and Hove Albion
Fyrir leik gaf Ole það út að líklegt væri að meiðsli Martial í landsleik hefðu verið það alvarleg að líklegt sé að hann verði frá út tímabilið. Síðan voru hvorki Telles né Bailly í hóp og United með einum færri varamann en leyfilegt er.
Varamenn: De Gea, Tuanzebe, Williams, Amad, James, Matic, McTominay, Van de Beek
Lið Brighton var svona
United byrjaði mjög vel og sótti stíft gegn Brighton liði sem lá vel tilbaka. Eitt færi kom úr þessari pressu, skot Greenwood í stöng. Þetta varði þó aðeins fyrstu 10 mínúturnar því Brighton sneri alveg leiknum og tók sókn sem í raun varði alveg hátt í þrjár mínútur og endaði á því að Neil Maupay átti frábæra sendingu fyrir, Victor Lindelöf náði ekki upp í boltann, Danny Welbeck stakk sér fram á undan Wan-Bissaka og skallaði. Dean Henderson varði með fæti en boltinn fór beint út og Welbeck gat haldið áfram hreyfingunni og stangað boltann í netið. 0-1 fyrir Brighton, og enn má setja spurningarmerki við vörn United.
Páskaslagur gegn Brighton
Manchester United snýr aftur eftir landsleikjahlé á morgun þegar liðið tekur á móti Brighton á Old Trafford. United mætti Brighton í sínum öðrum deildarleik í haust og var stálheppið að landa 2-3 sigri. Annars vegar settu Brighton-menn deildarmet með að skjóta finn sinnum í marksúlurnar í sama leiknum, hins vegar skoraði Bruno Fernandes sigurmarkið úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að búið var að flauta til leiksloka.
Milan í Mílanó á morgun
Manchester United er á leið til Ítalíu til að etja kappi við AC Milan á San Siro á morgun. Eftir 1-1 vonbrigðin á fimmtudaginn er ljóst að United þarf á marki að halda á morgun, og því er vonandi að liðið verði sókndjarft sem því nemur.
Það verða fá til þessa að gráta um of ef leikjaálag minnkar eftir leikinn á morgun en á hinn bóginn er Milan eitt sterkasta liðið sem eftir er í keppninni og því til mikils ef United kemst áfram. Stærstu fréttirnar eru auðvitað þær að David de Gea, Paul Pogba og Donny van de Beek eru allir í hópnum. Það er eftir að sjá hvort Pogba er nógu góður af meiðslunum til að byrja inná en hann verður í það minnsta á bekknum. Vonast var til að Edinson Cavani færi með en á síðustu æfingu í morgun kom í ljós að hann er ekki í standi til þess og þarf að verða eftir.
Manchester United 1:0 West Ham United
Manchester United vann þræl mikilvægan 1-0 sigur á David Moyes og félögum í West Ham á Old Trafford, í kvöld. Gestirnir létu okkar menn sannarlega hafa fyrir hlutunum en sigurinn var sanngjarn og í raun býsna svekkjandi að hafa ekki skorað meira.
Svona stilltu liðin upp:
Manchester United
West Ham United
Fyrri hálfleikur
Það var ljóst frá upphafi leiks að David Moyes ætlaði sér ekki að sækja á mörgum mönnum. United beið það spennandi verkefni að brjóta á bak aftur þéttan og hávaxinn múr West Ham. Enn eitt þolinmæðisverkefnið og ekki hafa okkar menn riðið feitum hesti þar undanfarið.