Á morgun getur United minnkað bilið í verðandi meistara Manchester City í átta stig. Ég segi verðandi meistara því það er ekkert okkar að vona neitt. Er það nokkuð? Ekkert mikið?
Þau ykkar sem hafði gaman af öðrum íþróttum mega eyða fimm mínútum í að lesa Wikipedia færsluna um hrossið Devon Loch og ég læt ykkur um að gera samanburð.
En þessi færsla, eins og aðrar hér á þessari síðu, snýst um fótbolta þannig það er tómt mál að tala um hrossaveðhlaup árið 1956 og í staðinn einbeitum við okkur að leik Manchester United og Burnley sem fer fram á morgun kl 15:00 að íslenskum tíma.