Manchester United er á leið til Ítalíu til að etja kappi við AC Milan á San Siro á morgun. Eftir 1-1 vonbrigðin á fimmtudaginn er ljóst að United þarf á marki að halda á morgun, og því er vonandi að liðið verði sókndjarft sem því nemur.
Það verða fá til þessa að gráta um of ef leikjaálag minnkar eftir leikinn á morgun en á hinn bóginn er Milan eitt sterkasta liðið sem eftir er í keppninni og því til mikils ef United kemst áfram. Stærstu fréttirnar eru auðvitað þær að David de Gea, Paul Pogba og Donny van de Beek eru allir í hópnum. Það er eftir að sjá hvort Pogba er nógu góður af meiðslunum til að byrja inná en hann verður í það minnsta á bekknum. Vonast var til að Edinson Cavani færi með en á síðustu æfingu í morgun kom í ljós að hann er ekki í standi til þess og þarf að verða eftir.