Manchester United mætir Everton á Old Trafford laugardaginn 6. febrúar – kl. 20:00. Um er að ræða mikilvægan leik í toppbaráttunni og myndi sigur gera mikið fyrir United þar sem að Liverpool og Manchester City mætast á Anfield í sömu umferð. Við krefjumst kannski ekki 9 marka veislu eins og í síðasta leik gegn Southampton, en vonandi fáum við að sjá skemmtilegan leik og helst ekki enn eitt aukaspyrnumarkið frá Gylfa Sigurðssyni.
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 9:0 Southampton
Ole kom á óvart með að tefla ekki fram Pogba, nýkjörnum leikmanni mánaðarins hjá Manchester United í janúar mánuði. Í stað hans kom Greenwod inn í liðið, annars var þetta sömu leikmenn og byrjuðu gegn Arsenal. Hasenhüttl stilti fram þeim leikmönnum sem eru heilir í hans liði, sem eru ekki margir. Einungis tveir leikmenn af þeim níu sem sátu á bekknum hjá Southampton eru með einhverja reynslu í fullorðins fótbolta. Hins vegar eru nánast allir heilir hjá Southampton sem hafa átt byrjunarliðssæti á tímabilinu. Það voru hins vegar tveir leikmenn í byrjunarliði Southampton að byrja sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Gott byrjunarlið með reynslu lítinn bekk. Southampton krækti sér í Minamino á láni frá Liverpool seint í gærkvöldi og því ekki leyfilegur í leiknum í kvöld.
Dýrlingarnir heimsækja Old Trafford
Snúið verkefni bíður Manchester United þegar að Ralph Hasenhüttl og lærisveinar hans í Southampton mæta á Old Trafford á morgun, 2. febrúar – kl. 20:15.
Þá reyna okkar menn að rétta úr kútnum eftir brösugt gengi í síðustu tveimur leikjum gegn Sheffield United og Arsenal en þar tókst liðinu einungis að næla í eitt stig. Það þarf ekki að orðlengja um hvað okkur stuðningsmönnum finnst um þá stigasöfnun. Nú gefst United glimrandi tækifæri til að svara gagnrýnisröddum og halda sér sem næst toppliði Manchester City og agnarsmáu skrefi á undan Liverpool.
Arsenal 0:0 Manchester United
Liðið var nokkuð viðbúið
Varamenn: Henderson, Telles, Bailly, Tuanzebe, James, Matic, Van de Beek, Greenwood 81′, Martial 37′
Hjá Arsenal vantað Kiernan Tierney og Bukayo Saka
Fyrstu mínútur leiksins sóttu bæði lið nokkuð á án þess að hafa mikið upp úr krafsinu, United voru kannske aðeins meira með boltann en samt ekki þannig að það teldist yfirburðir. Hvorugt lið náði að skapa hættu, sóknir United upp að teignum voru þó skemmtilegri en ekkert sem þurfti að skrá til bókar. Fyrsta hornið kom enda ekki fyrr en á 20. mínútu, boltinn barst til Fred utan teigs sem fékk að skjóta óáreittur en Leno kom bláfingurbroddunum í boltan og stýrði honum framhjá. Úr því horni varð ekkert nema Arsenal sókn sem endaði á skoti Smith Rowe framhjá.
Arsenal á morgun – Arteta gegn Ole
Leikmönnum og stuðningsmönnum var loksins kippt harkalega niður á jörðina á miðvikudaginn þegar fyrsta tapið í fjórtán leiki kom og það á móti Sheffield United.
Það þurfti ekki mikið til og eftir leikinn voru sum komin beint í sömum svartsýnina sem löng velgengni hafði þaggað niður enda fátt sem stuðningsmenn elska meira en gott tap. Ekki þar fyrir að sum gagnrýni hafi verið vel verðskulduð en við vitum orðið kosti og galla þessa hóps án þess að fara allt of langt fram úr okkur.